Borgarlínan ekki eins dýr og margir haldi fram Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 16. júlí 2020 14:42 Að sögn verkefnastjóra Borgarlínunnar verða framkvæmdirnar ekki jafn dýrar og margir hafa haldið fram. Vísir/Vilhelm Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Verkefnastjóri Borgarlínu segir hana ekki verða eins dýra og margir hafi haldið fram. Hún muni borga sig í stóra samhenginu, þar sem margir geti ferðast með einu ökutæki á meiri hraða en áður. Nýr samgöngusáttmáli ríkis og sex sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu heyrir upp á 120 milljarða króna fjárfestingu í heild sinni til samgöngumála. Af þeim er áætlað að tæpir fimmtíu milljarðar fari til Borgarlínu. „Ekkert bendir til að þessir útreikningar okkar séu ekki á rökum reistir,“ sagði Hrafnkell Ásólfur Proppé, skipulagsfræðingur og verkefnastjóri Borgarlínunnar í Bítinu á Bylgjunni í morgun. „Við byrjuðum að nálgast þetta árið 2017 að reyna að leggja mat á kostnað verkefnisins á svona stórum skala. Þetta er langtímaverkefni en verður samt byggt upp í hægum og markvissum skrefum.“ Mestu tíðindin í samgöngusáttmálanum séu að mun meira jafnræði sé í fjárfestingu innviða í samgöngumálum en áður. „Bílarnir fá nú engu að síður drýgstan hluta en það eru ríflega fimmtíu milljarðar sem fara í það,“ segir Hrafnkell. „Svo er verið að setja þarna peninga í einfaldari aðgerðir eins og bættar ljósastýringar og svo fá hjólastígarnir sitt og annað slíkt þannig að það er verið að reyna að nálgast þetta á mjög heildstæðan hátt.“ Þó sé verið að veita auknu fé í samgöngumáta sem þurfi aukið pláss í framtíðinni að sögn Hrafnkels. „Það er í rauninni ekkert einstakt hér. Við getum eiginlega horft hvert sem er í kring um okkur til þess að sjá þessar áherslur innan borgarsvæða.“ Hann segir það hljóta að vera að þróunin hér á landi haldist í hendur við þróun í samgöngumálum erlendi. „Það er verið að vinna nýtt samgöngulíkan sem spáir fyrir um ferðamátaval fólks og það gefur nokkuð skýra mynd að með bættu þjónustustigi þá gilda alveg sömu lögmál hér á höfuðborgarsvæðinu á Íslandi og annars staðar í heiminum, þá eykst notkun.“ Hann segir jafnframt mikilvægt að umræða og ólík sjónarmið komi fram, sérstaklega þegar verið er að verja stórum upphæðum af opinberu fé í uppbyggingu. „Það er heimsins eðlilegasta mál. Þá er það bara mjög mikilvægt að sú umræða sé byggð sem mest á staðreyndum en ekki magatilfinningu og menn reyni þá að skoða hvaða kostir aðrir væru fyrir hendi og hvaða afleiðingar þeir kostir myndu hafa.“ Hægt er að hlusta á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Reykjavík Kópavogur Hafnarfjörður Seltjarnarnes Garðabær Skipulag Borgarlína Tengdar fréttir Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38 Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18 Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38 Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30 Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Dagur segir borgarlínuna betri fyrir alla á meðan Sigmundur óttast kostnaðinn Dagur B. Eggertsson borgarstjóri og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, tókust á um borgarlínuna og samgöngumál á Sprengisandi á Bylgjunni í morgun. 5. júlí 2020 13:38
Gladdi hjarta ráðherra að samgönguáætlun var samþykkt Heimild til að stofna opinbert hlutafélag um uppbyggingu samgönguinnviða á höfuðborgarsvæðinu var í gærkvöldi samþykkt með 46 atkvæðum gegn sex og tveir greiddu ekki atkvæði. 30. júní 2020 12:18
Unnu hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínunnar Hönnunarteymið Formatyka bar sigur úr býtum í hönnunarkeppni um götugögn Borgarlínustöðva. 26. júní 2020 11:38
Lítill ávinningur fyrir 46 milljarða Er líklegt að loftslagáætlanir sem hér eru boðaðar með ærnum tilkostnaði breyti einhverju um þróun tækninnar á heimsvísu í samgöngum, landbúnaði, iðnaði, orkuframleiðslu o.s.frv? 23. júní 2020 19:30