Varaði foreldra við gylliboðum aðstandenda Hjartasteins eftir að aðalhlutverk var tekið af fjórtán ára dreng Andri Eysteinsson skrifar 16. júlí 2020 19:34 Hjartasteinshópurinn kominn saman á sviðinu í Lübeck á Norrænu kvikmyndadögunum þar sem Hjartasteinn hreppti aðalverðlaunin. Mynd/Olaf Malzahn Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið. Bíó og sjónvarp Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira
Fjórtán ára drengur undirbjó sig af kostgæfni í hálft ár fyrir aðalhlutverk í íslenskri kvikmynd til þess eins að upplifa vonbrigði þegar leikstjóri myndarinnar ákvað að láta hann ekki fá aðalhlutverkið. Frá þessu greinir faðir drengsins í pistli sem birtist á Facebook-síðu hans í gær. „Aðstandendur kvikmyndarinnar Hjartasteinn eru með nýja mynd í smíðum og í lok árs 2019 héldu þeir áheyrnarprufur fyrir aðalhlutverkin í myndinni. Aðalhlutverkin eru öll í höndum barna og eftir langar og strangar prufur hreppti sonur minn aðalhlutverkið,“ skrifar Guðmundur Kárason. Guðmundur segir í pistlinum að sonur sinn hafi í kjölfarið hafið langt undirbúningsferli sem samanstóð af ýmsum æfingum. „Ekki bara æfingar fyrir myndina heldur einnig leiklistaræfingar, líkamsrækt, slagsmálaæfingar, breytt mataræði og fleira,“ skrifar Guðmundur. Þá hafi ferlinu lokið þegar að símtal barst fjölskyldunni þar sem greint var frá því að leikstjórinn hefði hætt við að láta son Guðmundar leika aðalhlutverkið í myndinni. Guðmundur segir leikstjóra og framleiðanda myndarinnar vera íslenskri kvikmyndagerð til skammar og varar foreldra við gylliboðum mannanna. „Sem faðir hryggir það mig að hafa leyft þessum mönnum að ávinna sér traust sonar míns og glepja hann með tali um frægð og frama þar sem öllu fögru var lofað. Það átti að ferðast um heiminn með myndina á kvikmyndahátíðir, gista á lúxushótelum og leikarar úr Hjartasteini voru fengnir til að koma og segja syni mínum hvað það hefði verið frábært tækifæri fyrir þá að vinna í svona verkefni,“ skrifaði Guðmundur. Framleiðandi myndarinnar, Anton Máni Svansson, svaraði pistli Guðmundar með pistli á eigin síðu í dag. Segir Anton að málið sé ekki léttmeti fyrir hann og Guðmund Arnar leikstjóra og þeir vinnu nú hörðum höndum að því að leysa málið á sem farsælastan hátt. „Ég vil nefna það sérstaklega að við höfum mikla trú á syni þeirra og teljum hann eiga bjarta framtíð fyrir sér. Þessi ákvörðun snýr að engu leyti að hæfni hans heldur byggist hún einfaldlega á því að umrætt hlutverk hentaði honum ekki,“ skrifar Anton sem segist munu bæta syni Guðmundar upp að hafa ekki haldið áfram í ferlinu. Anton Máni Svansson, framleiðandi myndarinnar, hefur svarað gagnrýninni í pistli á Facebook síðu sinni.Mynd/Volodymyr Shuvayev „Skýrt var tekið fram bæði við foreldra og alla ungu leikarana að sú staða gæti vel komið upp, jafnvel seint í ferlinu, að hlutverk sem æft væri fyrir myndi ekki henta þeim að lokum,“ skrifar framleiðandinn og tekur fram að ákvörðun sem þessi sé aldrei tekin nema að vel ígrunduðu máli og að einstaklingurinn hafi fengið það tækifæri sem hann eigi skilið.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Innlent Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Erlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Alelda bíll á Emstruleið Innlent Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent Fleiri fréttir Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Sjá meira