Telur að VR sé komið út á hála braut með orðum formannsins um lífeyrissjóðina Andri Eysteinsson skrifar 17. júlí 2020 19:45 Vísir/Vilhelm Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri. Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira
Snorri Jakobsson hjá greiningarfyrirtækinu Jakobsson Capital telur að Ragnar Þór Ingólfsson formaður sé kominn út á hála braut ef VR beitir sér fyrir því að fjárfestingarsjóðir Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna séu nýttir í pólitískum tilgangi. Í samtali við Vísi í dag sagði Ragnar að stjórn VR muni beita sér fyrir því að Lífeyrissjóður Verzlunarmanna muni sniðganga frekari fjárfestingar í Icelandair Group og ekki taka þátt í væntanlegu hlutafjárútboði félagsins sem áætlað er að fari fram í næsta mánuði. Eru það viðbrögð VR við þeirri ákvörðun Icelandair Group að hætta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélagið og segja upp öllum flugfreyjum. „Það finnst mér sérstakt og slær mig svolítið. Það er mjög slæmt náttúrulega að menn hafi ekki náð samningi þarna. Eins og ég skil þetta þá er lífeyrissjóðurinn með sjálfstæða stjórn og verkalýðsforystan á ekki að vera að blanda sér af fjárfestingum sjóðsins. Þá ertu farinn að beita fjármunum sjóðfélaga í pólitísku valdatafli. Þá ertu kominn út á hála braut,“ segir Snorri en bætir við að vissulega séu ákvæði um samfélagslega ábyrgð í fjárfestingum lífeyrissjóða og mögulega falli þetta þar undir. Snorri segir, í samtali við Vísi, að útspil Icelandair hafi í raun ekki komið honum á óvart. „Spurningin er hversu lengi það gangi að hafa öryggisverði í staðinn fyrir flugfreyjur. Það gengur líklega á meðan Covid-faraldurinn er en varla þegar allt er komið í sama horf aftur,“ sagði Snorri sem bætti við að erfitt væri að segja mikið um hvaða áhrif þetta gæti haft á horfur fyrirtækisins. „Öll röskun á rekstri félagsins er náttúrulega slæm.“ Snorri Jakobsson Formaður í VR var harðorður um stjórn Icelandair Group og sagði að með þá stjórn í brúnni myndi enginn vilja snerta fyrirtækið með priki. Helmingur stjórnarmanna Lífeyrissjóðs Verzlunarmanna, eins stærsta eiganda Icelandair Group eru skipaðir af VR og eins og áður sagði vill formaður verkalýðsfélagsins að LV fjárfesti ekki frekar í félaginu. „Lífeyrissjóðirnir eiga að vinna faglega og meta fjárfestingarkosti út frá fjárhagslegum sjónarmiðum en ekki pólitík. Það er spurning hvort það sé pólitík eða samfélagsleg ábyrgð sem horft er til þarna,“ sagði Snorri. „Svo er spurning hvernig menn meta þetta. Hvort þetta skref Icelandair hafi verið rangt eða ekki eða hvort til of mikils hafi verið ætlast hjá Flugfreyjufélaginu,“ sagði Snorri.
Icelandair Fréttir af flugi Kjaramál Mest lesið Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Viðskipti innlent Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Viðskipti erlent Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Viðskipti innlent Húðflúrari fór frá hálfkláruðum fugli á hálsi Neytendur Virðist ekki vera hægt á Íslandi Viðskipti innlent „Áhyggjuefni ef fyrirtækin mæta þessu með semingi“ Neytendur Flogin frá Icelandair til Nova Viðskipti innlent Bíóinu í Álfabakka lokað í janúarlok Viðskipti innlent Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Sigga Lund lenti illa í „Vefstól Svanhildar“ og varar aðra við Neytendur Fleiri fréttir Bíóstólarnir í Álfabakka til sölu Bærinn bótaskyldur og þarf að bjóða líkamsræktarstöð út aftur Flogin frá Icelandair til Nova Virðist ekki vera hægt á Íslandi Minni líkur á vaxtalækkun: „Þeim verður vandi á höndum, seðlabankafólkinu“ Skattleysismörk barna yngri en 16 ára hækka Frosti og Arnþrúður fá styrki Verðbólga eykst verulega Hefja sölu á fyrstu hliðstæðu við Simponi í heiminum Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sjá meira