Opið bréf flugfreyju til FÍA: „Átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi“ Andri Eysteinsson skrifar 18. júlí 2020 17:43 Icelandair sagði upp flugfreyjum sínum í gær. Vísir/Vilhelm „Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði. Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira
„Ég frétti af brottrekstri mínum í fjölmiðlum í gær eftir næstum því þrjátíu ára farsælt starf hjá fyrirtækinu. Ég lagði út í kant og starði tómum augum út í loftið. Í raun átti ég samt von á hverju sem var í ljósi þess hver staðan var orðin en ég átti ekki von á að vinir mínir og samstarfsfélagar tækju þátt í að bola mér úr starfi,“ skrifar Ingunn Kristín Ólafsdóttir sem starfað hefur sem flugfreyja hjá Icelandair í opnu bréfi sínu til formanns Félags íslenskra atvinnuflugmanna, Jóns Þórs Þorvaldssonar. Icelandair Group ákvað í gær að slíta kjaraviðræðum við Flugfreyjufélag Íslands og segja öllum starfandi flugfreyjum upp. Í stað flugfreyja munu flugmenn sinna hlutverki öryggisliða í farþegarými véla Icelandair. Ingunn spyr hvort aldrei hafi komið til greina af hálfu FÍA að segja nei þegar flugmenn voru beðnir um að sinna hlutverkinu og segja „Við getum ekki gengið í störf félagsmanna annars stéttarfélags og tekið þátt í að hafa af þeim atvinnu þeirra og lifibrauð. Þessa baráttu þurfið þið einfaldlega að eiga við þeirra stéttarfélag, þetta er ekki okkar slagur,“ spyr Ingunn. Ingunn segir þá að það hafi verið mikil vonbrigði þegar flugmenn stóðu ekki við bakið á flugfreyjum þegar þær voru sviptar hlutastörfum sínum fyrr á árinu. Segir hún þá baráttu nú virðast „óraunveruleg lúxus barátta.“ Þá veltir Ingunn fyrir sér hvort flugmenn hefðu ekki geta komist hjá þessari stöðu með því að segja einfaldlega nei. „Ég verð að segja að í ljósi sögunnar ætti ekki að koma mér á óvart að njóta einskis stuðnings frá vinum mínum flugmönnum í okkar nýliðnu kjarabaráttu,“ skrifar Ingunn. „Rúmlega sjötíu prósent félagsmanna FFÍ felldu nýgerðan kjarasamning við Icelandair. Þeir töldu, svo ég noti orð míns formanns, of langt gengið í hagræðingarkröfum. Þá spyr ég þig aftur Jón Þór, getur verið að þú hafir gengið of langt núna með félagsmenn þína stillta upp við vegg? Í rauninni hef ég fullan skilning á ömurlegri stöðu þinna atvinnulausu félagsmanna sem eru settir í vonlausa aðstöðu en fannst þér aldrei að hægt hefði verið að komast hjá þessu með því að segja einfaldlega NEI?“ spyr Ingunn einnig áður en hún óskar Jóni Þóri góðra ferða sama í hvaða stöðu flugmanns hann verði.
Fréttir af flugi Icelandair Kjaramál Mest lesið Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Þrjátíu handteknir í óeirðum í Hollandi Erlent Efast um að olíuleit beri árangur Innlent Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Innlent Grænlendingar ná ekki að klára hvalveiðikvóta Erlent Sænskur sjúkraflutningamaður myrtur í útkalli Erlent Píratar taka upp formannsembætti Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Innlent Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent Fleiri fréttir Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Sjá meira