Ekki einu sinni skúturnar sleppa í gegnum nálaraugað Kristín Ólafsdóttir og Telma Tómasson skrifa 23. júlí 2020 15:45 Um 370 manns hafa komið til landsins á skútum eða öðrum skipum frá því að skimun hófst. Mynd er úr safni. Vísir/Vilhelm Um 2600 sýni vegna kórónuveirunnar hafa verið tekin af fólki sem kemur sjóleiðina til landsins og segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn skimunarvinnuna hafa gengið vel. Landhelgisgæslan fylgist með umferð á sjó og þurfa allir sem hingað koma sjóleiðina að fara í skimun vegna kórónuveirunnar. Af þeim 2600 sem hafa komið sjóleiðina til landsins frá 15. júní hafa langflestir komið með Norrænu en þó eru rúmlega 370 sem hafa komið með skipum eða skútum. Ákveðið ferli er viðhaft hvað þetta varðar í stórum höfnum landsins og á minni stöðum hafa mál líka sinn farsæla framgang. „Við fengum mjög góðar upplýsingar frá Landhelgisgæslunni sem spilar stórt hlutverk í þessu eftirliti, þannig að við vorum undirbúnir undir það að þessar skútur væru að koma víða á landinu og settum upp þennan skimunarbúnað þar sem er algangast að þær komi en á þeim stöðum þar sem er minna um að þær komi, en hafa heimild til að koma inn á, þar sér heilsugæslan á viðkomandi stað um skimunina. […] Þetta hefur gengið mjög vel og engin vandamál komið upp í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Þ annig a ð þ a ð er enginn sem sleppur í gegnum n á larauga ð ? „Nei, nei, það á ekki að vera það. Og það sem er náttúrulega líka, ég segi kannski ekki að það hafi komið okkur á óvart en hefur verið ánægjulegt í þessu, er að fólk sem kemur með þessum hætti til landsins vill komast í skimun. Bæði vill það náttúrulega vera öruggt með að það sé neikvætt eftir að hafa verið nokkra daga á sjó og geti verið öruggt með að enginn um borð sé smitaður. Og síðan er líka talsvert um að þessar skútur séu að sigla áfram til Grænlands og þar er krafa um að fólk hafi farið í próf áður en það kemur til landsins, þannig að fólk nýtir þetta tækifæri í það líka,“ segir Víðir. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira
Um 2600 sýni vegna kórónuveirunnar hafa verið tekin af fólki sem kemur sjóleiðina til landsins og segir Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn skimunarvinnuna hafa gengið vel. Landhelgisgæslan fylgist með umferð á sjó og þurfa allir sem hingað koma sjóleiðina að fara í skimun vegna kórónuveirunnar. Af þeim 2600 sem hafa komið sjóleiðina til landsins frá 15. júní hafa langflestir komið með Norrænu en þó eru rúmlega 370 sem hafa komið með skipum eða skútum. Ákveðið ferli er viðhaft hvað þetta varðar í stórum höfnum landsins og á minni stöðum hafa mál líka sinn farsæla framgang. „Við fengum mjög góðar upplýsingar frá Landhelgisgæslunni sem spilar stórt hlutverk í þessu eftirliti, þannig að við vorum undirbúnir undir það að þessar skútur væru að koma víða á landinu og settum upp þennan skimunarbúnað þar sem er algangast að þær komi en á þeim stöðum þar sem er minna um að þær komi, en hafa heimild til að koma inn á, þar sér heilsugæslan á viðkomandi stað um skimunina. […] Þetta hefur gengið mjög vel og engin vandamál komið upp í þessu,“ segir Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn. Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn.Vísir/vilhelm Þ annig a ð þ a ð er enginn sem sleppur í gegnum n á larauga ð ? „Nei, nei, það á ekki að vera það. Og það sem er náttúrulega líka, ég segi kannski ekki að það hafi komið okkur á óvart en hefur verið ánægjulegt í þessu, er að fólk sem kemur með þessum hætti til landsins vill komast í skimun. Bæði vill það náttúrulega vera öruggt með að það sé neikvætt eftir að hafa verið nokkra daga á sjó og geti verið öruggt með að enginn um borð sé smitaður. Og síðan er líka talsvert um að þessar skútur séu að sigla áfram til Grænlands og þar er krafa um að fólk hafi farið í próf áður en það kemur til landsins, þannig að fólk nýtir þetta tækifæri í það líka,“ segir Víðir.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samgöngur Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Fleiri fréttir Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Sjá meira