Gengst við því að hafa spurt hvort maður í vanda væri skattgreiðandi Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. júlí 2020 15:46 Húsnæði ríkislögreglustjóra við Skúlagötu. vísir/egill Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan. Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Starfsmaður fjarskiptamiðstöðvar lögreglunnar gengst við því að hafa spurt hvort einstaklingur, sem þurfti aðstoð í miðborg Reykjavíkur, liti út fyrir að vera „skattgreiðandi.“ Orðalagið hafi verið „klaufalegt“ og ekki til marks um „viðtekið orðfæri innan lögreglunnar,“ að sögn ríkislögreglustjóra. Yfirlýsingu embættisins má rekja til færslu sem birtist á samfélagsmiðlum á þriðjudag. Þar lýsir Sólveig Johnsen samskiptum sínum við neyðarlínuna þegar hún vildi tilkynna um mann í annarlegu ástandi á Barónsstíg í Reykjavík. Maðurinn hafi átt erfitt með að halda sér vakandi og kastaði sífellt upp. Eftir að hafa náð sambandi við neyðarlínuna var símtal Sólveigar sent á fjarskiptamiðstöð lögreglunnar. „Þegar ég var búin að lýsa ástandinu eins vel og ég gat spurði lögregluþjónninn, en svör hans fram að þessu bentu til þess að hann trúði mér ekki eða væri ósammála áhyggjum mínum: „Sýnist þér hann vera skattgreiðandi?“ Sólveig segist hafa átt erfitt með að svara spurningunni, hún hafi komið flatt upp á sig enda þótti Sólveigu spurningin vera fordómafull í garð mannsins. Endurspegli ekki viðhorf lögreglunnar Embætti ríkislögreglustjóra segist hafa tekið umrædda kvörtun Sólveigar til athugunar eftir að færsla hennar fór á flug á Facebook. „Eftir skoðun kom í ljós að samskipti starfsmannsins hefðu mátt vera betri og á því hefur verið tekið,“ segir í yfirlýsingu ríkislögreglustjóra sem fjölmiðlum barst nú síðdegis. Þar segist embættið jafnframt vilja taka skýrt fram að „umrætt orðalag, sem nefnt er í umræddri stöðuuppfærslu, endurspeglar ekki viðhorf viðkomandi starfsmanns né lögreglunnar í heild til skjólstæðinga hennar.“ Starfsmaðurinn, sem ekki er nafngreindur, segi sjálfur að um „klaufalegt orðaval hafi verið að ræða,“ eins og segir í yfirlýsingunni. Hann hafi verið að reyna að átta sig á stöðunni „sem alls ekki hafi verið illa meint,“ að hans sögn. Ekki er tekið fram í yfirlýsingunni hvernig spurningin ætti að varpa ljósi á stöðuna og Vísir fékk ekki frekari skýringar þegar leitað var eftir þeim. „Hann áttaði sig á mistökum sínum og gekkst að fullu við þeim. Einnig skal tekið fram að ekki er um að ræða viðtekið orðfæri innan lögreglunnar.“ Færslu Sólveigar má sjá hér að ofan.
Lögreglan Félagsmál Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira