Dómsmálaráðherra bað Ólaf um að láta af störfum Vésteinn Örn Pétursson og Birgir Olgeirsson skrifa 23. júlí 2020 18:09 Ólafur Helgi Kjartansson. Vísir/Vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43. Lögreglan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra ræddi það við Ólaf Helga Kjartansson, lögreglustjóra á Suðurnesjum, um að hann léti af störfum en hann hefur ekki orðið við því, samkvæmt heimildum Ríkisútvarpsins í fréttum þess klukkan sex. Samkvæmt heimildum okkar er rétt að þau hafi rætt þessi mál en Ólafur Helgi vill ekki tjá sig um málið við fjölmiðla að svo stöddu. Í gögnum sem fréttastofa hefur undir höndum er fullyrt að fjórir af sjö æðstu embættismönnum Lögreglustjórans á Suðurnesjum, undir stjórn Ólafs Helga, vinni ljóst og leynt gegn honum og haldi meðal annars upplýsingum frá honum. Samkvæmt lýsingu þeirra sem fréttastofa hefur rætt við logar allt í illdeilum innan embættisins en um 170 manns starfa þar. Í gögnunum segir að Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur fari fyrir hópi fjórmenninga sem vilji Ólaf Helga úr embætti og að Alda Hrönn taki við af honum. Ótilgreindur fjöldi starfsmanna hafi leitað til dómsmálaráðuneytisins með umkvartanir þar sem rakin hafi verið ýmis mál en hafi ekki haft erindi sem erfiði. Starfsmennirnir hafi fundað með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur dómsmálaráðherra, skrifstofustjóra ráðuneytisins og tveimur aðstoðarmönnum ráðherra. Hins vegar hafa fjórmenningarnir sem sagðir eru hafa unnið gegn Ólafi Helga, þau Helgi Þ. Kristjánsson mannauðsstjóri, Bjarney Annelsdóttir yfirlögregluþjónn, Alda Hrönn Jóhannsdóttir yfirlögfræðingur og Pétur Ó. Jónsson fjármálastjóri, vísað á bug þeim ásökunum. Sendu þau frá sér stutta yfirlýsingu um málið, sem fjallað var um í dag. „Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“ Trúnaðarmaður innan lögreglunnar á Suðurnesjum staðfestir við fréttastofu að hann hafi farið með tvær kvartanir frá starfsmönnum í dómsmálaráðuneytið um miðjan maí sem snúa að framgöngu Ólafs Helga. Eftir það hafi loft orðið lævi blandið innan embættisins og kenningar komið fram um að reynt væri að koma lögreglustjóra frá. Heimildir fréttastofu herma að önnur kvörtunin lúti að viðkvæmum skjölum sem Ólafur Helgi hafi prentað út og legið frammi. Hin hafi verið vegna meintrar óviðurkvæmilegrar framkomu lögreglustjórans í garð konu sem kvartaði undan óviðeigandi talsmáta og framkomu hans. Enginn vildi veita viðtal vegna málsins í dag. Hvorki Ólafur Helgi né Alda Hrönn. Alda Hrönn er í veikindaleyfi sem og mannauðsstjóri embættisins og trúnaðarmaður. Þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir náðist ekkert í dómsmálaráðherra, aðstoðarmenn hans tvo né upplýsingafulltrúa ráðuneytisins. Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri vildi ekki veita viðtal vegna málsins og tók fram að það heyrði ekki undir hana. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 19:43.
„Í tilefni af umfjöllun fjölmiðla undanfarna daga, um málefni embættis Lögreglustjórans á Suðurnesjum, viljum við undirrituð taka fram, að við vísum alfarið á bug þeim ávirðingum sem á okkur hafa verið bornar, enda eru þær alrangar.“
Lögreglan Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Erlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Sjá meira