Bandarískur forstjóri flutti fjölskylduna til Íslands þar sem börnin geta verið frjáls Birgir Olgeirsson skrifar 28. júlí 2020 19:05 Kevin Laws, forstjóri AngelList. Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Forstjóri bandarísks stórfyrirtækisins ákvað að flytja með fjölskylduna til Íslands til að geta lifað eðlilegu lífi. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með að geta notið lífsins áhyggjulaust í miðjum heimsfaraldri. Kevin Laws er forstjóri bandaríska fyrirtækisins AngelList sem aðstoðar sprotafyrirtæki við að vaxa og dafna. Voru eignir fyrirtækisins metnar á 244 milljarða íslenskra króna í fyrra. Kevin og fjölskylda hans búa í San Fransisco í Bandaríkjunum. Þegar ljóst var að líf barnanna yrði takmörkum háð, sökum sóttvarnaráðstafana í borginni, leitaði Kevin að stað þar sem þau gætu verið frjálsari. Þegar hann fékk boð um að aðstoða sprotafyrirtæki á Íslandi stóð ekki á svörum. „Ég hafði fylgst með því hvaða lönd höfðu brugðist vel við kórónuveirufaraldrinum. Ísland var eitt þeirra landa. Mér var boðið að vinna með sprotafyrirtækjum í frumkvöðlasetri á Íslandi. Þegar ég fékk boðið var ekki spurning fyrir mig að koma hingað með fjölskylduna. Hér er hægt að lifa eðlilegu lífi á öruggan máta,“ segir Kevin Laws. Má vera í 90 daga Hann sjálfur getur unnið vinnuna sína hvar sem er, svo lengi sem hann hefur nettengingu. Þannig hefur það verið hjá fólki sem starfar í tæknigeiranum í Bandaríkjunum. Sumir hafa valið að flytja til aldraðra foreldra sinna og vinna þaðan á meðan þeir hugsa um þá. Aðrir hafa leitað uppi öruggari lönd á borð við Nýja Sjáland og Ísland. Kevin tekur þó fram að þó hann sætti sig við að vera nánast hvar sem er svo lengi sem hann hefur aðgang að nettenginu, þá eigi það sama ekki við um börnin hans, þau þurfi aðeins meira frelsi en hann. „Líkt og sonur minn sem fór á fótboltaæfingar í gegnum fjarfundi á Zoom-forritinu. Á Íslandi fá þau að æfa sig á fótboltavellinum og skemmta sér konunglega.“ Verandi frá Bandaríkjunum þurfti Kevin að fá boð frá íslensku fyrirtæki um að vinna á Íslandi til að fá að ferðast hingað. Yfirvöld hafi farið yfir umsóknina og samþykki fékkst. Hann má vera hér í 90 daga með fjölskyldu sinni, eða fram í október, en segir að dvölin muni ráðast af því hvort að skólastarf barnanna muni fara fram í gegnum fjarkennslu eða ekki. Ef þau eigi að mæta í skólann þá fari þau aftur til Bandaríkjanna. Frelsið einstakt Hann segir þau hafa farið Gullna hringinn en aðallega hafi þau notið þess að vera frjáls utan dyra í Reykjavík. Eitthvað sem er ekki hægt að gera í Kaliforníu. Hann segir Íslendinga eiga að prísa sig sæla með það ástandið sem þeir búa við. „Það að hafa ríkisstjórn sem hefur komið á góðri leið til að bregðast við kórónuveirufaraldrinum, með prófum og smitrakningu, sem verður þess valdandi að þið getið verði örugg en á sama tíma opin. Það eru ekki margir staðir á jörðinni þannig núna.“ Þó ástandið sé dökkt í Bandaríkjunum í dag er hann bjartsýnn á að það muni lagast í vetur. „Jákvæðni er svolítið bundin við þann geira sem ég starfa í. En ég er bjartsýnn því ég veit hvað er að gerast þegar kemur að þróun meðferða við veikindunum og bóluefnis. Ég trúi því að í lok vetrar munum við sjá eitthvað af því fyrir almenning. Þangað til snýst þetta um að geta lifað af bæði heilsufarslega og efnahagslega þar til bóluefni kemst á markað.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Íslandsvinir Bandaríkin Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira