Táragasi verið beitt minnst fjórum sinnum frá lýðveldisstofnun Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 28. júlí 2020 21:00 Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Lögreglan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Lögreglunni á Íslandi er heimilt að beita táragasi þrátt fyrir að gasið sé skilgreint sem efnavopn sem ekki má beita í stríði. Beiting lögreglunnar víða erlendis á táragasi hefur sætt gagnrýni að undanförnu. Ríkislögreglustjóri hefur ekki upplýsingar um hversu miklar birgðir úðavopna eru til í landinu. Að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni hefur lögreglan á Íslandi beitt táragasi svo vitað sé. Algengara er að piparúða sé beitt. Notkun táragass var nokkuð til umræðu í erlendum fjölmiðlum fyrr í sumar vegna notkunar lögreglunnar á táragasi gegn mótmælendum, einkum í Bandaríkjunum í þeirri mótmælaöldu sem þar hefur geysað. Var það sett í samhengi við þá staðreynd að táragas er efnavopn sem samkvæmt alþjóðalögum er bannað er að beita í stríði. Lögreglu er aftur á móti heimilt að beita táragasi innanlands. Samkvæmt svari Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu gilda strangar reglur um beitingu gasvopna hér á landi. Þannig er til að mynda óheimilt að vopnast gasvopnum nema samkvæmt ákvörðun og með heimild yfirmanns. Þjálfun lögreglumanna er jafnframt skilyrði og má gasvopnum einungis beita í sérstökum hættutilvikum, eða ef lögregluaðgerð verður ekki framkvæmd á annan hátt, án þess að öryggi lögreglumanna sé stefnt í hættu. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra hefur táragasi verið beitt að minnsta kosti fjórum sinnum í lýðveldissögunni svo vitað sé. Það hafi þó ekki verið tekið saman nákvæmlega þannig að tilfellin gætu verið fleiri. Tilfellin fjögur sem vitað er um voru í maí 1945 þegar lögreglan beitti táragasi vegna grjótkasts milli breskra hermanna og Íslendinga, í mars 1949 gegn mótmælendum sem voru andsnúnir inngöngu Íslands í NATO, í júlí 1959 beitti fáliðuð lögregla táragasi í aðgerðum við Hótel Höfn á Siglufirði og þá var táragasi beitt gegn mótmælendum í búsáhaldabyltingunni í janúar 2009. Piparúða oftar beitt Fréttastofa spurðist einnig fyrir um hversu miklar birgðir af táragasi séu til í landinu og hvort lögregla hafi slíkt vopn til umráða í öllum umdæmum. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra liggja í fljótu bragði ekki fyrir upplýsingar um hversu mikið er til af úðavopnum hér á landi en samkvæmt reglunum geti öll lögregluliðin haft slíkan búnað. Öllu algengara er að lögregla beiti piparúða. Samkvæmt svari ríkislögreglustjóra var piparúða beitt 35 sinnum við handtökur í fyrra sem eru flest skráð tilfelli allt aftur til ársins 2005. Þá var piparúða ógnað 40 sinnum til viðbótar. Fjöldi tilvika þar sem piparúða var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri Reglur gilda einnig um beitingu kylfu. Þannig beitti lögregla kylfu níu sinnum í fyrra miðað við svar ríkislögreglustjóra og ógnaði kylfu níu sinnum. Oftast var kylfum beitt árin 2008 og 2009 líkt og sjá má í grafinu hér að neðan. Fjöldi tilvika þar sem kylfu var beitt við handtöku á árunum 2005 til 2019 samkvæmt svari ríkislögreglustjóra við fyrirspurn fréttastofu.Ríkislögreglustjóri
Lögreglan Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira