Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Rafn Ágúst Ragnarsson og Bjarki Sigurðsson skrifa 9. ágúst 2025 20:59 Gleðin verður allsráðandi um alla borg í kvöld. Vísir/Viktor Freyr Páll Óskar slær botninn í hinsegin daga að venju og engu verður sparað í hátíðarhöldunum. Í kvöld kemur hann fram við tilefnið í 25. sinn og hann segist hvergi af baki dottinn. Hann flutti ungu hinsegin fólki falleg skilaboð í kvöldfréttum Sýnar. Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni. Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Klukkan níu í kvöld hefst alvöru Pallaball sem stendur fram til klukkan eitt í nótt. Eins og fyrr segir er þetta í tuttugasta og fimmta sinn sem Palli stendur fyrir tónleikum í tilefni hátíðarinnar. „Ég segi alltaf við sjálfan mig: „Heyrðu, þetta verður í síðasta skiptið.“ Svo þegar maður sér vídjóin, fréttaflutninginn og ljósmyndir frá fólki þá fatta ég hvað þetta er flott og þá nenni ég þessu aftur,“ segir hann. Páll Óskar segir hinsegin daga alltaf jafnmikilvæga. „Hinsegin fólk, hommar, lesbíur, tvíkynhneigðir, trans, interse, allur heili pakkinn. Við höfum verið hérna alla tíð, alla mannkynssöguna. Fólkið sem finnur okkur allt til foráttu og lætur okkur fara í taugarnar á sér hefur líka alltaf verið til. Það verður alltaf svona núningur, pendúllinn sveiflast frá vinstri til hægri, fram og til baka. En við sem erum hinsegin höfum lifað tímana tvenna, og þrenna. Við höfum alltaf lifað allt af. Við höfum meira að segja lifað af að vera í mjög krefjandi umhverfi, jafnvel með fólki sem hatar okkur. Við höfum samt bara átt mjög gott líf, með hvort öðru, búið til samfélag með hvort öðru,“ segir hann. „Það eina sem ég vil ráðleggja fólki sem er enn þá að kveljast úr efasemdum um sig sjálft og þorir ekki út úr skápnum jafnvel. Farðu og finndu fólkið þitt. Við erum hérna, við bíðum eftir þér. Við getum séð mjög vel um þig þó annað fólk sem stendur þér nærri vilji það ekki eða geti það ekki,“ segir Páll Óskar. Ballið hefst klukkan níu í Gamla bíói og ásamt Palla koma fram dragdrottningarnar Crisartista, Lady Bunny og Sherry Vine og svo nýjasta hinsegin poppstjarnan Torfi, að því er segir í viðburðarlýsingunni.
Hinsegin Gleðigangan Tónleikar á Íslandi Ástin og lífið Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Gekk berserksgang og beraði sig Innlent Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Innlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Fleiri fréttir Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Umfangsmikil flugslysaæfing á Reykjavíkurflugvelli Tætir í sig leikskólaplan borgarinnar: Segir Reykjavík taka skref aftur á bak Rannsaka mögulega stunguárás Göngu- og hjólabrýr yfir Elliðaár opnast „Af hverju ertu svona í framan?“ „Algjörlega alveg út í hött“ Umferðin færist inn á íbúðagötur Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum