Segir Þeistareykjaveginn verða þann langflottasta Kristján Már Unnarsson skrifar 29. júlí 2020 22:24 Helgi Reynir Árnason, veghefilsstjóri og verkstjóri við Þeistareykjaveg, er sonur verktakans, Árna Helgasonar frá Ólafsfirði. Stöð 2/Arnar Halldórsson. Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira
Verktakinn sem er að leggja nýjan Þeistareykjaveg spáir því að hann verði vinsælasta ferðamannaleiðin milli Húsavíkur og Mývatns og telur að hann ætti að verða hluti af Demantshringnum, sem Norðlendingar eru að markaðssetja. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2. Kísilvegurinn um Hólasand er nýlega búinn að fá slitlag meira en hálfri öld eftir að hann var lagður í tengslum við smíði Kísiliðjunnar við Mývatn. Nýi Þeistareykjavegurinn mun tengjast Kísilveginum á Hólasandi um tíu kílómetra frá Mývatni. Jarðýta tengir nýja Þeistareykjaveginn við Kísilveg á Hólasandi. Undirbyggingu vegarins á að ljúka í haust en slitlagið bíður næsta sumars.Stöð 2/Arnar Halldórsson. Starfsmenn verktakans Árna Helgasonar ehf. frá Ólafsfirði byrjuðu í fyrrasumar að byggja upp síðari áfanga vegarins, sautján kílómetra milli Þeistareykja og Hólasands, gerðu svo hlé í vetur, en mættu í sumar aftur þegar snjóa leysti. „Við gátum ekki byrjað hér fyrr en í júlí. Það var allt á kafi í snjó hérna. En það gekk fint – og gengur fínt,“ segir Helgi Reynir Árnason, sonur eigandans, en hann er verkstjóri við Þeistareykjaveg. Landsvirkjun kostar vegagerðina til að auðvelda samrekstur jarðgufuvirkjana sinna í Þingeyjarsýslum með því að koma á heilsárstengingu milli Þeistareykja og Kröfluvirkjunar. Þannig styttist leiðin milli Þeistareykja og Mývatns úr 94 kílómetrum niður í 36 kílómetra. Fra Þeistareykjum. Gamli Þeistareykjabærinn stóð við hverasvæðið undir fjallinu.Stöð 2/Arnar Halldórsson. „Við klárum í haust. Þá á eftir að bjóða út klæðningarnar á þetta. Það á að gera á næsta ári. Þannig að þá verður á næsta ári vonandi kominn klæddur vegur alveg til Húsavíkur.“ Með Þeistareykjavegi verður til þriðja malbikaða leiðin milli Húsavíkur og Mývatns, til viðbótar við Kísilveg og veginn um Aðaldal og Reykjadal. En hver þeirra verður vinsælust af ferðamönnum í framtíðinni? Með nýja Þeistareykjaveginum verður hægt að velja um þrjár malbikaðar leiðir milli Húsavíkur og Mývatns; um Reykjadal, um Kísilveg og um Þeistareyki.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. „Það er náttúrlega engin spurning. Þetta verður náttúrlega aðalvegurinn úr Mývatnssveit og niður að Húsavík þegar hann verður tilbúinn. Þetta er langflottasti vegurinn. Þetta verður geggjaður vegur hérna, sko. Það er engin spurning,“ svarar Helgi Reynir. Með tilkomu nýs Dettisfossvegar í haust er Norðlendingum ekkert að vanbúnaði að markaðssetja Demantshringinn sem tengir margar af frægustu náttúruperlum landsins. Demantshringurinn er nafn sem ferðaþjónustan á Norðurlandi hefur gefið hringleið sem tengir Mývatn, Dettifoss, Ásbyrgi, Húsavík og Goðafoss.Grafík/Hafsteinn Þórðarson. En ætti nýi Þeistareykjavegurinn að verða hluti Demantshringsins? „Ég held að hann verði það, alveg pottþétt. Ef menn ætla að keyra Mývatnssveit og Dettifoss - og Þeistareykir eru náttúrlega mjög fallegur staður, sko.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Þingeyjarsveit Skútustaðahreppur Norðurþing Jarðhiti Samgöngur Ferðamennska á Íslandi Landsvirkjun Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Sjá meira