Hefði viljað ganga lengra en virðir ákvörðunina Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. júlí 2020 15:35 Kári hefði sjálfur viljað sjá samkomur takmarkaðar við 20 manns. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira
Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segist ánægður með að tekin hafi verið ákvörðun um að herða á samkomutakmörkunum vegna kórónuveirufaraldursins hér á landi. Sjálfur segist hann hafa viljað sjá gripið fastar og fyrr í taumana. Hann kveðst þó bera virðingu fyrir ákvörðuninni og þeim sem að henni komu. „Ég ber mikla virðingu fyrir því fólki sem ákvað að gera þetta nákvæmlega svona. Þórólfur er afskaplega flinkur fagmaður og hefur verið farsæll sóttvarnalæknir,“ segir Kári í samtali við fréttastofu. Heilbrigðisráðherra átti lokaorðið um breytingar á samkomutakmörkunum en fór eftir tillögum Þórólfs Guðnasonar sóttvarnalæknis við ákvörðun sína. „Ef ég hefði stjórnað þessu, og ég legg áherslu á að það má vera gæfa þessarar þjóðar að ég gerði það ekki, en ef ég hefði gert það þá hefði ég farið aðeins lengra. Ég hefði farið með þetta niður í 20 manna hóp, ég hefði lokað vínveitingastöðum, ég hefði krafist þess að allir sem koma til landsins verði skimaðir, svo maður nefni fátt.“ Sumir mjög smitandi Kári segir það skuggalega staðreynd að átta einstaklingar í samfélaginu hafi sýkst af af veiru með samskonar samsetningarstökkbreytingu, án þess að tengjast innbyrðis. Þetta bendi til þess að einstaklingarnir tengist jafnvel í gegn um sýktan aðila sem ekki hefur tekist að staðsetja. „Það sem gerir þetta enn meira ógnvekjandi er að meðal þeirra sem hafa greinst í þessum hópi er fólk sem hefur greinst með mjög mikla veiru sem þýðir að þeir eru mjög smitandi,“ segir Kári. Þá segist Kári virða ákvörðunina um að takmarka samkomur við hundrað manns, þó hann sjálfur hefði viljað ganga lengra. „Hann [sóttvarnalæknir] komst að þessari niðurstöðu með því að vega og meta annars vegar hvað myndi virka best ef eftir því yrði farið og hins vegar það sem hann reiknaði með því að hann gæti fengið fólk til þess að gera með svona skömmum fyrirvara. Það var hans niðurstaða og ég virði hana, þó að ég, amatörinn, þykist alltaf vita betur.“ Ekki ástæða til að loka Aðspurður hvað hann hefði viljað að gert yrði á landamærunum segist Kári ekki telja að lokun landamæranna, eða eitthvað í þá áttina, væri ákjósanleg. „Nei, ég held að það sé ekki ástæða til þess að loka. Þessi lönd sem hafa verið flokkuð sem örugg lönd eru lönd þar sem veiran er að blossa upp aftur á svipaðan máta og hjá okkur, þannig að ég hefði viljað skima þar áfram,“ segir Kári. Þá segir hann að þegar fréttir af mikilli fjölgun nýsmita berist, verði að bregðast hratt og ákveðið við þeim. „Þegar maður er að aflétta svona aðgerðum þá gerir maður það í skrefum, en maður setur svona takmarkanir á af fullum þunga eins hratt og maður getur.“ Íslensk erfðagreining hóf að skima fyrir kórónuveirunni á nýjan leik síðdegis í gær. Kári gerir ráð fyrir að í lok dagsins í dag verði búið að skima um þúsund manns. Í gær greindist einn einstaklingur í skimun hjá fyrirtækinu og var sá í sóttkví þegar hann greindist.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslensk erfðagreining Mest lesið Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Innlent Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Erlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Fleiri fréttir „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja Sjá meira