Víðir undrast gagnrýni á pistil Sigríðar Andersen Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. júlí 2020 11:14 Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, velti vöngum yfir viðbrögðum stjórnvalda við nýjustu tilfellum kórónuveirunnar. Spurði hún hvort þær bæru með sér stefnubreytingu, að ætlunin væri ekki lengur að fleyja út kúrfuna heldur að koma í veg fyrir öll smit. vísir/vilhelm Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan. Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira
Skrif Sigríðar Á. Andersen um boðuð viðbrögð stjórnvalda við kórónuveirunni voru málefnaleg og yfirveguð að mati Víðis Reynissonar yfirlögregluþjóns. Pistill hennar sætti nokkurri gagnrýni en þar ýjar hún að því að fólk kunni að hafa misst sjónar á markmiðum sóttvarnaaðgerða gegn veirunni. Gagnrýni sem þessi hjálpar hins vegar stjórnvöldum við ákvarðanir sínar í baráttunni við veiruna að sögn Víðis, það væri beinlínis hættulegt ef allir væru þeim alltaf sammála. Þórarinn Ævarsson, eigandi Spaðans, vakti máls á færslu Sigríðar Andersen í Bítinu í morgun. Þar rifjar Sigríður upp að þeim aðgerðum sem gripið var til í baráttunni við veiruna í vor hafi verið ætlað að „fletja kúrfuna“ svo að heilbrigðiskerfið gæti betur ráðið við smittilfelli. „Nú finnst mér farið að örla á einhvers konar nýju markmiði sem virðist vera það að engin smit greinist hér á landi,“ skrifaði Sigríður. Það sé hins vegar mat sérfræðinga að það sé óraunhæft markmið. „Skilaboð þeirra hafa þvert á móti verið þau að við munum þurfa að lifa með þessari veiru næstu árin. Verkefnið hlýtur því að vera að undirbúa okkur fyrir það. Ekki með hræðsluáróðri eða síendurteknum opinberum hugleiðingum um ,,skref til baka" í átt að einangrun og hafta sem við vitum nú þegar að hefur feigðina í för með sér þótt ekki endilega af völdum C19.“ Sigríður segist því heldur vilja aukna áherslu á að miðla upplýsingum um rannsóknir og meðferðir við kórónuveirunni. Það gæfi fólki færi á að leggja mat á eigin lífstíl næstu misserin. „Mér finnst skortur á þessu viðhorfi hjá stjórnvöldum,“ skrifar Sigríður og segist vona að ekki sé ástæða til að óttast að fólk hafi misst sjónar af markmiðum sóttvarnaaðgerða. Samtalið hjálpar Þórarinn sagði að sér þætti færsla Sigríðar málefnaleg og að það hafi komið honum á óvart hversu mikilli gagnrýni hún sætti. Víðir tók í sama streng. „Mér fannst þessi pistill hennar mjög áhugaverður. Það hjálpar okkur mjög í þessari umræðu að taka einmitt svona samtal, þar sem verið er að benda á hluti og ræða hlutina málefnalega. Það gerir bara gott. Þannig að mér finnst mjög ósanngjörn sú gagnrýni sem hún fékk fyrir þennan pistil,“ segir Víðir. Hann benti þó á að stjórnvöld séu ekki að grípa til jafn harðra aðgerða og gert var í vor. Þá var t.a.m. margvíslegri þjónustu gert að hætta starfsemi sem ekki er farið fram á núna. Fólk þurfi ekki að vera sammála svo að hægt sé að ræða viðbrögð stjórnvalda. „Þessi umræða þarf að vera í gangi. Ég hef oft sagt það í þessu ferli að það hættulegasta sem getur gerst fyrir okkur í svona krísustjórnun er að allir verða bara sammála okkur. Að við förum að spila einhvern leik án þess að nokkur spyrji okkur spurninga. Það væri mjög vont.“ Hlusta má á þá Víði og Þórarinn ræða um pistil Sigríðar, nýjustu höftin, smit síðustu daga og fréttir vikunnar í spilaranum hér að neðan.
Bítið Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Frítt í Strætó um allt land í dag Innlent Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Innlent Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Innlent Fleiri fréttir Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Sjá meira