Tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein birt Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 31. júlí 2020 14:10 Epstein og Maxwell. Joe Schildhorn/Getty Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. Í einum póstanna, sem sendur var árið 2015, segir Epstein Maxwell að hún hafi „ekkert rangt gert.“ Maxwell hafði haldið því fram að á þessum tíma hafi hún ekki verið í neinu sambandi við hann og virðist þetta gefa til kynna að það sé ekki rétt. Í vitnisburði sagði Virginia Giuffre, einn ásakenda, að Maxwell hafi tekið jafn virkan þátt í mansalinu og Epstein. Maxwell situr nú bak við lás og slá í Brooklyn í New York en mál hennar verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Hún er ásökuð um að hafa lokkað ungar stúlkur til að vinn fyrir Epstein sem hann svo misnotaði. Þá er hún einnig sökuð um að hafa borið ljúgvitni. Hún gæti átt yfir höfði sér 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld. Epstein lést í fangelsi þann 10. ágúst 2019 þar sem hann beið þess að mál hans yrði tekið fyrir dóm. Hann var sakaður um mansal. Hafði áhyggjur af afleiðingum ásakana Giuffre Gögnin sem voru birt eru í tugatali og voru þau birt seint í gær eftir að dómur í New York dæmdi að þau skildu birt. Meðal gagnanna er nærri 350 blaðsíðna vitnisburður Virginia Giuffre, sem segir að hún hafi verið neydd til að stunda kynmök við Epstein og vini hans. Vitnisburðurinn er meðal gagna úr dómsmáli sem hún höfðaði gegn Maxwell og var tekið fyrir árið 2016. Þá eru tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein meðal gagnanna frá árinu 2015 þar sem fram kemur að Maxwell hafi haft áhyggjur af mögulegum afleiðingum dómsmálsins. Þá eru lögregluskýrslur og gögn um flugferðir einkaþota Epstein meðal gagnanna sem voru birt. Lögmenn Maxwell hafa barist fyrir því að gögnin verði ekki birt og hefur þeim tekist að koma í veg fyrir birtingu tveggja gagna til viðbótar, vitnisburðar frá 16. apríl síðastliðnum um kynlíf Maxwell og annar vitnisburður, frá öðrum ákæranda sem ekki hefur verið nefndur. Gögnin gætu verið birt á mánudag ef saksóknurum tekst vel til. Vildi ekki vera bendluð við Epstein á rómantískan hátt Í tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015 virðist vera „yfirlýsing,“ ef marka má frétt breska ríkisútvarpsins, sem Maxwell átti að nota ef hún yrði einhvern tíma ákærð fyrir mansal. Úr tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015.Skjáskot Þá virðist Maxwell, í pósti sem hún sendi 24. janúar 2015, reyna að fjarlægjast Epstein og koma í veg fyrir að hún væri tengd honum á rómantískan hátt, þar sem hún segir: „Ég kynni að meta það ef Shelley myndi stíga fram og segjast vera kærastan þín – Ég held hún hafi verið það frá lokum 99 til 2002.“ Ekki liggur fyrir hver Shelley er en Epstein svarar póstinum daginn eftir og segir að það sé „í lagi hans vegna.“ Hann skrifar einnig: „Þú hefur ekki gert neitt rangt og ég hvet þig til að fara að haga þér þannig. Farðu út, berðu höfuðið hátt, ekki eins og þú sért glæpamaður. Farðu í partý, dílaðu við þetta.“ Í beiðni lögmanna Maxwell um að henni yrði sleppt úr haldi, þann 14. júlí síðastliðinn, sögðu þeir að hún hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein í meira en áratug. Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Tölvupóstar sem bandaríski barnaníðingurinn Jeffrey Epstein og breska athafnakonan og samverkakona hans, Ghislaine Maxwell sendu sín á milli hafa verið birtir ásamt fjölda annarra gagna. Í einum póstanna, sem sendur var árið 2015, segir Epstein Maxwell að hún hafi „ekkert rangt gert.“ Maxwell hafði haldið því fram að á þessum tíma hafi hún ekki verið í neinu sambandi við hann og virðist þetta gefa til kynna að það sé ekki rétt. Í vitnisburði sagði Virginia Giuffre, einn ásakenda, að Maxwell hafi tekið jafn virkan þátt í mansalinu og Epstein. Maxwell situr nú bak við lás og slá í Brooklyn í New York en mál hennar verður tekið fyrir dóm í júlí 2021. Hún er ásökuð um að hafa lokkað ungar stúlkur til að vinn fyrir Epstein sem hann svo misnotaði. Þá er hún einnig sökuð um að hafa borið ljúgvitni. Hún gæti átt yfir höfði sér 35 ára fangelsisvist verði hún sakfelld. Epstein lést í fangelsi þann 10. ágúst 2019 þar sem hann beið þess að mál hans yrði tekið fyrir dóm. Hann var sakaður um mansal. Hafði áhyggjur af afleiðingum ásakana Giuffre Gögnin sem voru birt eru í tugatali og voru þau birt seint í gær eftir að dómur í New York dæmdi að þau skildu birt. Meðal gagnanna er nærri 350 blaðsíðna vitnisburður Virginia Giuffre, sem segir að hún hafi verið neydd til að stunda kynmök við Epstein og vini hans. Vitnisburðurinn er meðal gagna úr dómsmáli sem hún höfðaði gegn Maxwell og var tekið fyrir árið 2016. Þá eru tölvupóstsamskipti Maxwell og Epstein meðal gagnanna frá árinu 2015 þar sem fram kemur að Maxwell hafi haft áhyggjur af mögulegum afleiðingum dómsmálsins. Þá eru lögregluskýrslur og gögn um flugferðir einkaþota Epstein meðal gagnanna sem voru birt. Lögmenn Maxwell hafa barist fyrir því að gögnin verði ekki birt og hefur þeim tekist að koma í veg fyrir birtingu tveggja gagna til viðbótar, vitnisburðar frá 16. apríl síðastliðnum um kynlíf Maxwell og annar vitnisburður, frá öðrum ákæranda sem ekki hefur verið nefndur. Gögnin gætu verið birt á mánudag ef saksóknurum tekst vel til. Vildi ekki vera bendluð við Epstein á rómantískan hátt Í tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015 virðist vera „yfirlýsing,“ ef marka má frétt breska ríkisútvarpsins, sem Maxwell átti að nota ef hún yrði einhvern tíma ákærð fyrir mansal. Úr tölvupósti sem Epstein sendi Maxwell þann 21. janúar 2015.Skjáskot Þá virðist Maxwell, í pósti sem hún sendi 24. janúar 2015, reyna að fjarlægjast Epstein og koma í veg fyrir að hún væri tengd honum á rómantískan hátt, þar sem hún segir: „Ég kynni að meta það ef Shelley myndi stíga fram og segjast vera kærastan þín – Ég held hún hafi verið það frá lokum 99 til 2002.“ Ekki liggur fyrir hver Shelley er en Epstein svarar póstinum daginn eftir og segir að það sé „í lagi hans vegna.“ Hann skrifar einnig: „Þú hefur ekki gert neitt rangt og ég hvet þig til að fara að haga þér þannig. Farðu út, berðu höfuðið hátt, ekki eins og þú sért glæpamaður. Farðu í partý, dílaðu við þetta.“ Í beiðni lögmanna Maxwell um að henni yrði sleppt úr haldi, þann 14. júlí síðastliðinn, sögðu þeir að hún hafi ekki verið í neinum samskiptum við Epstein í meira en áratug.
Jeffrey Epstein Bretland Bandaríkin Tengdar fréttir Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05 Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48 Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52 Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Merz náði kjöri í annarri tilraun Sakar Rússa um fordæmalaus afskipti af kosningum í Póllandi Kardinálarnir læstir inni á morgun Ríkisstjórn Rúmeníu liðast í sundur eftir sigur öfgahægrimanns Náði ekki kjöri í sögulegri atkvæðagreiðslu Fækkar herforingjum um fimmtung Lokuðu flugvöllum í Moskvu vegna dróna „Ástandið er að versna“ Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Sjá meira
Mega afhenda 80 skjöl í máli Maxwell Dómari hefur heimilað afhendingu gagna í máli bresku athafnakonunnar Ghislaine Maxwell. 24. júlí 2020 09:05
Óskaði ákærðri samverkakonu Epstein góðs Donald Trump Bandaríkjaforseti óskaði Ghislaine Maxwell, aðstoðarkonu Jeffrey Epstein, góðs á blaðamannafundi í Hvíta húsinu í gær. Maxwell er ákærð fyrir aðild að kynlífsmansali á börnum. 22. júlí 2020 15:48
Maxwell fær ekki lausn gegn tryggingu Dómari í New York hafnaði í dag kröfu lögfræðiteymis hinnar bresku Ghislaine Maxwell 14. júlí 2020 22:52
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent