Kom heim og „allt var brjálað“ á Twitter Sylvía Hall skrifar 31. júlí 2020 18:21 Emmsjé Gauti birti umdeilda færslu á Twitter í gær. Vísir/Vilhelm Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“ Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Færsla Emmsjé Gauta vakti mikla athygli í gær þar sem hann beindi sjónum sínum að fótboltamótinu Rey Cup skömmu eftir að hertar aðgerðir voru tilkynntar. Einstaklingur sem var á mótinu greindist með kórónuveiruna. „Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar,“ skrifaði rapparinn á meðan blaðamannafundi stóð. Yfir þúsund manns hafa „lækað“ færsluna en þó eru ekki allir sáttir með ummæli Gauta. Eins gott að það hafi verið gaman á Rey Cup litlu skítarnir ykkar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 „Þetta vakti náttúrulega hörð viðbrögð. Ég segi: „Vonandi var gaman á ReyCup litlu skítarnir ykkar“ - sem er ógeðslega fyndið að segja. Síðan fór ég bara út, slökkti á tölvunni og fór upp í Elliðaárdal og gaf kanínunum gulrætur með dóttur minni, kom til baka og þá var allt brjálað,“ sagði Gauti í viðtali við Reykjavík síðdegis í dag. Hann segist hafa ákveðið að biðjast afsökunar, en afsökunarbeiðnin var þó kaldhæðnisleg í ljósi þess að Gauta þótti fyrri færslan ekki svo alvarleg. Lýsti hann því yfir að hann bæði alla krakkaskíta landsins afsökunar. Í ljósi aðstæðna hef ég tekið ávkörðun að vera fyrirmynd. Ég vil biðja alla krakkaskíta á landinu afsökunar.— Emmsjé (@emmsjegauti) July 30, 2020 Gauti segir erfitt að hlæja ekki að málinu. Færslan hafi verið sett fram í gríni og viðbrögðin hafi verið ofsafengnari en hann átti von á. Margir hafi svarað færslunni með dónaskap og hann hafi fengið einkaskilaboð sem innihéldu persónuárásir. „Það er aldrei gaman að lesa ljót comment um sig. Hins vegar finnst mér þetta svo fyndið mál í þetta skiptið að ég á erfitt með að brosa ekki.“ Fólk leiti að ástæðu til að reiðast Gauti segir alla umræðu í kringum færsluna endurspegla þá tilhneigingu fólks að leita uppi hneykslismál. Það sé „gúrkutíðardæmi“ í samfélaginu þar sem allir reyni að finna eitthvað nýtt til að vera brjálaðir yfir. „Þetta er kannski mýflugumynd af því sem Þórdís leikkona lenti í um daginn þegar hún sagði að það væri leiðinlegt á Kópaskeri og fólk hótaði að nauðga og berja hana í kjölfarið,“ segir Gauti og vísaði þar til ummæla Þórdísar Bjarkar Þorfinnsdóttur leikkonu á Instagram. Hann segir fólki velkomið að deila um hvort færslan hafi verið fyndin eða ekki. Honum þyki fyndnast að fólk hafi tekið færslunni svo bókstaflega og haldið að hann væri að kenna fótboltamóti um það ástand sem er nú í samfélaginu. „Þetta er bara einhvers konar húmor. Það má deila um það hvort hann sé lélegur eða góður,“ segir Gauti, sem efast um að fólk sé jafn reitt og umræðan gefur til kynna. „Neikvæð comment vega alltaf þyngra í umræðunni.“
Samfélagsmiðlar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi ReyCup Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira