Áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 31. júlí 2020 19:30 Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir mætti aftur til leiks á upplýsingafundi almannavarna í dag. Vísir/Vilhelm Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira
Sóttvarnalæknir segir áhyggjuefni að ekki hafi tekist að rekja uppruna smits í annarri hópsýkingunni sem greindust í vikunni. Tveir stofnar veirunnar hafi dreift sér hér á landi. Aðeins tveir af þeim ellefu sem greindust með veiruna í gær voru í sóttkví. Viðbúið er að hert verið og slakað á aðgerðum til skiptis þar til bóluefni gegn covid-19 kemur á markað að sögn landlæknis. Hertar aðgerðir til að koma í veg fyrir frekari útbreiðslu kórónuveirunnar tóku gildi á hádegi í dag. Það var vel gætt að því að tveggja metra reglan væri virt á upplýsingafundi almannavarna í Katrínartúni í dag og þurftu fréttamenn að vera með hanska. „Þessi veira hún er sjálfri sér samkvæm. Hún rís upp þegar slakað er á og það kæmi ekki á óvart þótt við yrðum í því að herða og slaka þar til bóluefni er fram komið,“ sagði Alma Möller landlæknir. Samkvæmt tölfræði á covid.is eru nú 50 í einangrun smitaðir af covid-19. Þar af einn á sjúkrahúsi og hátt í þrjú hundruð í sóttkví. Síðasta sólarhring bættust ellefu í hóp smitaðra en þar af höfuð aðeins tveir verið í sóttkví en níu voru það ekki. „Það hefði verið betra ef svo hefði verið en ég bendi á að í fyrradag voru næstum því allir í sóttkví sem greindust,“ segir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir. „Við höfum ekki skoðað það neitt núna, aldurssamsetningu eða annað slíkt en þetta eru eins og lítur út núna óskildir aðilar og það er út af fyrir sig áhyggjuefni vegna þess að það gæti bent til þess að þetta væri útbreiddara heldur en við vitum um.“ Smitrakning stendur yfir og sýnataka sömuleiðis, bæði hjá Íslenskri erfðagreiningu og heilsugæslunni. Sýnin eru síðan greind ýmist hjá Íslenskri erfðagreiningu eða sýkla- og veirufræðideild Landspítala. Finni fólk fyrir einkennum skal hafa samband við sína heilsugæslu. Annríki hefur einnig verið í Orkuhúsinu þar sem seinni sýnataka eftir komu til landsins fer fram. Sóttvarnalæknir segir viðbúið að smituðum muni áfram fara fjölgandi á næstunni. „Núna erum við með tvær hópsýkingar, við erum með tvo stofna af veirunni sem eru að valda sýkingum. Það virðist vera og vonandi er búið að komast fyrir aðra hópsýkinguna eða hafa betri tök á henni. Hin hópsýkingin er stærri og virðist vera útbreiddari,“ segir Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Fleiri fréttir Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Sjá meira