Fáir á ferðinni á Suðurlandi en lögregla með stíft eftirlit Kjartan Kjartansson skrifar 1. ágúst 2020 09:56 Frá tjaldsvæðinu á Flúðum sem hefur verið vinsælt um verslunarmannahelgi undanfarin ár. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Engar stórir hópar fólks hafa komið saman á Suðurlandi við upphaf verslunarmannahelgar, að mati lögreglunnar á Suðurlandi. Þrátt fyrir það verður haft stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri bæði á vegum og við tjaldsvæði í umdæminu. Hert samkomubann sem tók gildi í gær þýðir að meiriháttar samkomur og hátíðir um verslunarmannahelgina hafa verið blásnar af. Þá þarf að takmarka fjölda gesta á tjaldsvæðum þar sem nú mega mest hundrað manns koma saman á einum stað og tryggja þarf tveggja metra fjarlægð á milli þeirra. Garðar Már Garðarsson, varðstjóri hjá lögreglunni á Suðurlandi, segir Vísi að lögreglan hafi ekki þurft að hafa afskipti af tjaldsvæðum vegna mannfjölda. Svo virðist sem að fáir séu á ferðinni og að tjaldverðir passi vel upp á fjöldatakmarkanir. Engin alvarleg brot hafi komið inn á borð lögreglunni en eitthvað hafi verið um minniháttar ölvunarútköll og fíkniefna- og ölvunarakstursmál. „Það má eiginlega segja að eftir okkar bestu vitneskju séu hvergi neinir stórir hópar af fólki. Tjaldsvæðin bera þetta vel þegar þau passa upp á hundrað manna mörkin. Það hafa engar SMS-hátíðir borist til okkar. Helgin fer bara virkilega vel af stað,“ segir hann. Þrátt fyrir að mun minni umferð sé á Suðurlandi um verslunarmannahelgina nú en venjulega segir Garðar Már að lögreglan ætli að halda sig við stíft eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri sem hafði þegar verið skipulagt. Lögreglan hefur meðal annars fengið fíkniefnaleitarhund að láni frá fangelsinu á Litla-Hrauni sem aðstoðar við að þefa slík efni uppi. „Við vorum búin að manna okkur vel upp fyrir þessa helgi og við ætlum að vera með mjög áberandi eftirlit,“ segir hann.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Lögreglumál Tengdar fréttir Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Sjá meira
Tjaldsvæðin á Akureyri full í nótt, mannlaus brenna í Eyjum Töluvert er af ferðafólki á Akureyri og voru tjaldsvæðin þar full að því marki sem nýjar og hertar sóttvarnareglur leyfa í nótt, að sögn lögreglunnar á Akureyri. Engin teljandi vandræði voru í nótt en tveir voru þó kærðir fyrir ölvunarakstur. 1. ágúst 2020 07:54