Á hengiflugi í hlíðum Bolafjalls Heimir Már Pétursson skrifar 2. ágúst 2020 20:01 Það eru ekki lofthræddir menn sem vinna að undirbúningi uppsetningar útsýnispalls í 640 metra hæð á tindi Bolafjalls. Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts. Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Undirbúningur er hafinn að byggingu útsýnispalls á toppi Bolafjalls yfir Bolungarvík sem á að vera tilbúinn næsta vor. Það er ekki fyrir lofthrædda að vinna verkið eins og Hafþór Gunnarsson fréttamaður okkar komst að. Þessa dagana er verið að bora í tinda Bolafjalls og til að gera það þurfa menn meðal annars að svífa um í körfu frá krana efst á fjallinu í tæplega 640 metra þverhnípi og ekki fyrir lofthrædda að svífa þar um. Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir að ljúka eigi undirbúningsvinnu fyrir haustið og pallurinn verði síðan settur saman í vetur. „Þannig að hérna á bakvið mig eru þeir byrjaðir að bora í bergið og gera allt klárt til að geta skrúfað hann upp næsta sumar.“ Jón Páll Hreinsson bæjarstjóri í Bolungarvík segir miklu muna að verkefnið fékk hæsta styrkinn frá Framkvæmdasjóði ferðamannastaða.Stöð 2/Hafþór Þarf mikið af bergboltum í þessa klöpp? „Já því fleiri því betra, held ég,“ segir Jón Páll og brosir þar sem hann stendur á brún Bolafjalls. Búið væri að hanna pallinn eftir ítrustu kröfum og færustu sérfræðingar komið að því verki. „Til að tryggja að hann sé öruggur og ég get fullyrt að þegar hann er tilbúinn væri hægt að keyra skriðdreka þarna útá án þess að nokkuð gerist. Þannig að þessir kappar sem nú eru að síga hér sjá til þess að þetta verður pottþétt,“ segir bæjarstjórinn. Óhætt er að fullyrða að þarna rísi einn magnaðist útsýnispallur landsins þaðan sem sést langar leiðir út að Snæfjallaströnd, inn í Ísafjarðardjúp og auðvitað yfir Bolungarvík. Það er algengt að það skelli á þoka á Bolafjalli með engum fyrirvara. Bæjarstjórinn segir að ekki verði síðra að standa á útsýnispallinum í þokunni.Stöð 2/Hafþór Gunnarsson Heldur þú að það fari ekki um fólk þegar það fer hérna út á svalirnar? „Jú, til þess er leikurinn gerður. Bæði til að upplifa stórkostlegt útsýni í góðu veðri. Svo verður þetta líka alveg magnað í þoku. Ég trúi að þegar maður er staddur í þokunni úti í tóminu verði það ekki síðri upplifun,“ segir Jón Páll Hreinsson. Verkið fékk stærsta styrkinn sem Framkvæmdasjóður ferðamannastaða veitti á þessu ári, 160 milljónir. Bæjarstjórinn segir verkið verða á fjárhagsáætlun og pallurinn tilbúinn seint næsta sumar eða íbyrjun hausts.
Bolungarvík Útsýnispallur á Bolafjalli Tengdar fréttir Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08 Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Fleiri fréttir Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Sjá meira
Hæsti styrkurinn til byggingar útsýnispalls í Bolungarvík Greint var frá úthlutun 1,5 milljarðs króna til uppbyggingar innviða, náttúruverndar og annarra verkefna á ferðamannastöðum árið 2020 í morgun. 9. mars 2020 14:08
Reikna með tugþúsundum á útsýnispall í háloftunum í Bolungarvík Bolvíkingar eiga von á því að tugir þúsunda ferðamanna muni nýta sér útsýnispall á Bolafjalli í Bolungarvík. 7. febrúar 2019 15:45