Forseti og borgarstjóri senda samúðarkveðjur til Líbanon Sylvía Hall skrifar 5. ágúst 2020 15:59 Guðni Th. Jóhannesson og Dagur B. Eggertsson hafa sent samúðarkveðjur til Líbanon. Vísir/Vilhelm Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna. Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri hafa sent kollegum sínum í Líbanon samúðarkveðjur. Í skeyti Guðna minnti hann Michel Aoun, forseta Líbanon, á það að íslensk stjórnvöld væru fús til að útvega aðstoð við björgunaraðgerðir. Bæði Guðni og Dagur komu því á framfæri að hugur íslensku þjóðarinnar væri hjá þeim sem söknuðu ástvina sinna og fjölskyldum þeirra sem létu lífið í sprengingunni. 113 eru látnir og fjölmargra er enn saknað eftir að gríðarstór sprenging var í höfuðborginni Beirút í gær. Talið er að eldur hafi kviknað í vöruskemmu þar sem flugeldar voru geymdir ásamt 2.750 tonnum af ammóníum nítrati. Efnið er notað í áburð og sprengiefni. "I lost my hearing for a few seconds. I knew something was wrong."Homes destroyed, over 100 dead and more than 4,000 people injured. Eyewitnesses describe the horror of the deadly Beirut explosion https://t.co/oNE0KGlHxF pic.twitter.com/hXufhdKVSy— BBC World Service (@bbcworldservice) August 5, 2020 Björgunaraðilar leita nú að fólki í húsarústum og hefur tveggja vikna neyðarástandi verið lýst yfir. Margir leituðu á sjúkrahús eftir sprenginguna og skapaðist erfitt ástand á heilbrigðisstofnunum vegna skorts á sjúkrahúsrúmum og búnaði til þess að hlúa að þeim sem særðust. Margar þjóðir hafa boðið fram aðstoð sína og hafa til að mynda þrjár franskar flugvélar verið sendar til Líbanon með björgunarsveitarfólk og læknabúnað. Evrópusambandið hefur sent hundrað slökkviliðsmenn með farartæki, leitarhunda og annan búnað. Þá hafa fimm flugvélar verið sendar frá Rússlandi með björgunarsveitarfólk og lækna.
Líbanon Sprenging í Beirút Forseti Íslands Borgarstjórn Tengdar fréttir Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13 300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13 Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12 Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Farþegaskip á hliðinni og stærðarinnar gígur í höfninni Gervihnattarmyndir frá höfninni í Beirút sýnir að sprengingin í gær skildi eftir sig stærðarinnar gíg. 5. ágúst 2020 14:13
300 þúsund án heimilis eftir sprenginguna í Beirút Allt að 300 þúsund manns misstu heimili sín í stærðarinnar sprengingu í Beirút í Líbanon í gær. Tjónið vegna sprengingarinnar var þar að auki minnst þrír milljarðar dala og allt að fimm milljarðar. 5. ágúst 2020 10:13
Yfir 100 látin og þjóðarsorg lýst yfir Þjóðarsorg ríkir nú í Líbanon eftir hina gríðarlega öflugu sprengingu sem varð í gær á hafnarsvæðinu í höfuðborginni Beirút. Tala látinna stendur nú í rúmlega hundrað manns, 5. ágúst 2020 07:12