Sakar krónprins Sádi-Arabíu um að hafa ætlað að láta myrða sig Kjartan Kjartansson skrifar 6. ágúst 2020 23:31 Mohammed bin Salman, krónprins og raunverulegur leiðtogi Sádi-Arabíu. Aldrei áður hefur fyrrverandi hátt settur embættismaður sakað Salman um að beita andófsfólk kúgun og ofbeldi. Vísir/EPA Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni. Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni sakar Mohammed bin Salman krónprins um að hafa ætlað að láta ráða sig af dögum í Kanada. Morðsveit á vegum Salman er sögð hafa verið stöðvuð á landamærunum skömmu eftir að Jamal Khashoggi var myrtur í Tyrklandi. Ásakanirnar koma fram í skjölum sem voru lögð fram í máli sem Saad Aljabri, fyrrverandi yfirmaður í sádi-arabísku leyniþjónustunni, höfðaði fyrir bandarískum alríkisdómstól. Aljabri er í sjálfskipaðri útlegð nærri Toronto í Kanada. Hann sakar Salman um að reyna að þagga niður í sér eða drepa sig til að koma í veg fyrir að Aljabri grafi undan sambandi krónprinsins við bandarísk stjórnvöld. Í gögnum sem Aljabri lagði fram heldur hann því fram að Salman hafi sent morðsveit til að myrða sig í Kanada, um tveimur vikum eftir að Khashoggi, sádi-arabískur andófsmaður, var myrtur á hrottalegan hátt á ræðisskrifstofu Sáda í Istanbúl árið 2018. Ráðabruggið hafi aðeins farið út um þúfur því að kanadískir landamæraverðir vísuðu liðsmönnum morðsveitarinnar frá þegar þeir reyndu að koma inn í landið á ferðamannavegabréfsáritun á Toronto-flugvelli. Aljabri telur að ástæðan fyrir því að Salman krónprins vilji hann feigan sé sú að hann búi yfir „skaðlegum upplýsingum“, þar á meðal um meinta spillingu og sveit málaliða á vegum krónprinsins. Einhverjir þeirra eru sagðir hafa verið viðriðnir morðið á Khashoggi. Bandaríska leyniþjónustan telur að Salman krónprins hafi skipað fyrir um morðið. New York Times segir að Aljabri leggi fram fáar sannanir fyrir fullyrðingum sínum um Salman krónprins. Blaðinu hafi ekki tekist að staðfesta þær. Aljabri, sem er 61 árs, var lengi vel tengiliður Sáda við leyniþjónustu Bretlands og annarra vestrænna ríkja, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Hann var rekinn árið 2015 og yfirgaf land tveimur árum síðar. Áður hefur hann sakað Salman krónprins um að reyna að lokka sig aftur til Sádi-Arabíu, ýmist með gylliboðum eða hótunum. Tvö fullorðin börn hans hafi verið handtekin til þess að knýja hann til undirgefni.
Sádi-Arabía Bandaríkin Morðið á Khashoggi Kanada Tengdar fréttir Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24 Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Ellefu slasaðir og þrír alvarlega í Kaupmannahöfn Segja 4.700 Kimdáta hafa fallið eða særst Danakonungur til Grænlands í annað sinn á skömmum tíma Ungi morðinginn flúði nýverið af vistheimili Segir sveppaeitrunina hafa verið „hörmulegt óhapp“ Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Rússar ítreka umfangsmiklar kröfur og Trump hótar að fara í fússi Ungur maður handtekinn vegna morðanna í Uppsölum Sjá meira
Hefja réttarhöld vegna morðsins á Khashoggi í Tyrklandi Tuttugu Sádar eru ákærðir í réttarhöldum vegna morðsins á Jamal Khashoggi sem hófst í Tyrklandi í dag. Tveir nánir aðstoðarmenn Mohammeds bin Salman, krónprins Sádi-Arabíu, eru á meðal sakborninganna en enginn þeirra er viðstaddur réttarhöldin. 3. júlí 2020 10:24
Sádar ákærðir í Tyrklandi vegna morðsins á Khashoggi Tyrkneskir saksóknarar hafa ákært tuttugu Sáda vegna morðsins á sádi-arabíska blaðamanninum Jamal Khashoggi í október árið 2018. Enginn sakborningana er í Tyrklandi og yfirvöld í Sádi-Arabíu hafa réttað yfir ellefu þeirra vegna morðsins. 25. mars 2020 10:42