Ósátt við að Bandaríkin reyni að stýra ferðinni hjá WHO Kjartan Kjartansson skrifar 7. ágúst 2020 22:55 Viðræður um umbætur á WHO hafa staðið yfir í fjóra mánuði. Tilraunir Bandaríkjanna til að reyna að ráða ferðinni þrátt fyrir að þau ætli að segja sig frá stofuninni á næsta ári féllu ekki í kramið hjá Frökkum og Þjóðverjum. Vísir/EPA Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust. Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira
Frakkar og Þjóðverjar hafa sagt sig frá viðræðum um umbætur á Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni (WHO). Tilraunir fulltrúa Bandaríkjastjórnar til þess að stýra viðræðum þrátt fyrir að hún ætli að segja sig frá stofnunni eru sagðar fara fyrir brjóstið á ríkjunum. Bandaríkjastjórn tilkynnti WHO um að hún ætli að segja sig frá stofnuninni í júlí. Uppsögnin tekur gildi í júlí á næsta ári. Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sakað WHO um að vera undir hæl kínverskra stjórnvalda og að hafa gert mistök í viðbrögðum við kórónuveiruheimsfaraldrinum. Stjórnendur WHO hafna þeim fullyrðingum hans. Þrátt fyrir að Bandaríkin séu á útleið hafa fulltrúar þeirra reynt að stýra viðræðunum. Þær tilraunir hafa farið öfugt ofan í sum Evrópuríki. Trump-stjórnin er sögð hafa stefnt að því að leggja fram sameiginleg stefnu um breytingar í september, tveimur mánuðum fyrir forsetakosningarnar í Bandaríkjunum. Heilbrigðisráðuneyti Frakklands og Þýskalands staðfesta við Reuters-fréttastofuna að ríkin séu andsnúin því að Bandaríkin hafi forgöngu um viðræðurnar þegar þau ætla að segja skilið við stofnunina. „Enginn vill láta draga sig inn í umbótaferli og taka svo við línunni um það frá landi sem var sjálft að ganga úr WHO,“ hefur Reuters eftir hátt settum evrópskum embættismanni sem tekur þátt í viðræðunum. Evrópuríki hafa einnig gagnrýnt störf WHO en ekki gengið eins langt og Bandaríkjastjórn. Drög að breytingum sem bandarísk stjórnvöld lögðu fram voru af mörgum ríkjum talin of gagnrýnin á WHO og jafnvel „dónaleg“. Sum Evrópuríkin telja að telja að gagnrýni Trump á WHO sé ætlað að dreifa athyglinni frá hans eigin mistökum í viðbrögðum við faraldrinum í aðdraganda forsetakosninga í haust.
Sameinuðu þjóðirnar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Þýskaland Frakkland Bandaríkin Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Drengnum sleppt en fleiri handteknir Munaði sex atkvæðum Waltz bolað úr embætti af Trump vegna Signal skilaboðanna Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Sænskur blaðamaður dæmdur fyrir að móðga Erdogan Sjá meira