Lögreglumenn treystu sér ekki inn á veitingastaði vegna smithættu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 9. ágúst 2020 12:32 Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn segir að lögreglumenn sem sinntu í gær eftirliti með veitingastöðum, börum og skemmtistöðum, hafi ekki treyst sér inn á suma staði vegna smithættu. Vísir/Jóhann Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl. Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Lögreglumenn þorðu ekki inn á suma staði vegna smithættu við eftirlit með veitinga- og skemmtistöðum í miðborginni í gær. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir fólk hafa setið eins og í tunnu á sumum stöðum. Íslendingar kannist varla við tveggja metra regluna á þriðja bjór. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og fram á kvöld til að tryggja að reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra fjarlægð sé fylgt eftir. Fimmtán staðir fylgdu ekki reglum svo viðunandi væri. „Við heimsóttum 24 staði, bæði matsölustaði, bari og skemmtistaði. Ástandið var bara þónokkuð slæmt að okkar mati. Það voru að minnsta kosti fimmtán staðir af þessum 24 sem að voru með allt í vitleysu,“ segir Jóhann Karl Þórisson aðstoðaryfirlögregluþjónn. Mikill fjöldi fólks hafi verið inni á stöðunum miðað við stærð þeirra. „Það var engin leið að bjóða upp á tveggja metra regluna. Það er eins og Íslendingar séu bara ekkert að spá í þetta þegar þeir eru komnir í glas.“ Eins og fólk gleymi öllum reglum á þriðja bjór Lögreglumenn treystu sér ekki inn á suma staði vegna smithættu. „Við vorum búin að einsetja okkur að við ætluðum að gefa veitingahúsum séns, ræða við þá og biðja um að fara eftir þessu. Við ætluðum ekki að fara að sekta eða vera með einhver læti. En á sumum stöðum treystum við okkur bara ekki inn og báðum dyravörðinn að fara inn og sækja þann sem stjórnaði, hann kom bara út og talaði við okkur bara upp á smithættu,“ segir Jóhann. Sektir verða ekki gefnar út eftir kvöldið. Ætlunin hafi verið að fara og minna á að sóttvarnareglum yrði fylgt. „En við munum fylgja þessu eftir í kjölfarið með hörku. Við lokuðu tveimur stöðum í gær en það var út af þeir voru með útrunnið rekstrarleyfi.“ Um næstu helgi verði þessu tekið af meiri festu. „Það var talsverð ölvun á stöðunum og það hefur enginn heyrt um þessa tveggja metra reglu þegar fólk er komið á þriðja bjór. Þá gleymirðu þessu öllu,“ segir Jóhann. Þá var vertunum gefinn kostur á að koma hlutunum í lag. „Þeir bara lofuðu að fara að huga að breytingum en þetta náttúrulega snýst um það að þegar þú kemur inn á veitingahús og ert að fara út að borða.“ „Ef þú vilt vera tvo metra frá öllum ókunnugum sem eru í kring um þig, þá á veitingastaðurinn að gefa kost á því að þú getir sest niður og það séu tveir metrar í næsta ókunnuga mann sem er á næsta borði. Á mörgum af þessum veitingastöðum er það bara ekkert í boði. Borðin eru bara uppsett eins og staðurinn má taka. Þessu þarf að breyta,“ segir Jóhann Karl.
Lögreglan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Næturlíf Veitingastaðir Samkomubann á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24 Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07 Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53 Mest lesið Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Fleiri fréttir Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Ökutæki viðbragðsaðila verða áberandi vegna æfingar Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Íslenskum fulltrúum á loftslagsráðstefnu hríðfækkar milli ára Lokunardagar leikskóla í Reykjavík tíu sinnum algengari en í öðrum stórum sveitarfélögum Sjá meira
Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum rignir inn Beiðnum um undanþágur frá samkomutakmörkunum frá fólki og fyrirtækjum rignir inn til Almannavarna að sögn sóttvarnalæknis. 9. ágúst 2020 11:24
Fimmtán af 24 veitingastöðum framfylgdu ekki sóttvarnareglum Lögregla á höfuðborgarsvæðinu fór inn á 24 veitinga- og skemmtistaði í gær og í fram á kvöld í þeim tilgangi að fylgja eftir reglum um sóttvarnir, fjöldatakmörkun og tveggja metra reglunni. 9. ágúst 2020 07:07
Grípa þyrfti til frekari takmarkana ef kveða ætti faraldurinn niður á þremur vikum Ef kveða ætti seinni bylgju kórónuveirufaraldursins niður á þremur vikum hér á landi þyrfti að grípa til herts samkomubanns. 8. ágúst 2020 12:53
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?