Stenst ekki skoðun að stjórnvöld skýli sér bak við sérfræðinga Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 12. ágúst 2020 10:37 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir það ekki standast skoðun að ríkisstjórnin hafi skýlst sér á bak við sérfræðinga. Vísir/Vilhelm Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Forsætisráðherra segir gagnrýni stjórnarandstöðunnar á ríkisstjórnina vegna skorts á áætlunum um framhaldið í sambandi við kórónuveirufaraldurinn koma á óvart. Hún telur að búið sé að vinna úr hlutunum eins vel og hægt sé með nokkuð góðri samstöðu allra stjórnmálaflokka og samfélagsins alls. „Það er ekki þannig að stjórnvöld, og það sem mér fannst beinlínis rangt í málflutningi stjórnarandstöðunnar, það er að stjórnvöld séu að skýla sér á bak við sérfræðinga. Það finnst mér ekki standast skoðun og stjórnarandstaðan verður að sætta sig við það að henni sé svarað, hún getur ekki kveinkað sér undan því þegar henni er svarað þegar hún fer með það sem ég kalla rangindi,“ sagði Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún segir að við nánari skoðun komi í ljós að faraldurinn hafi verið til umræðu hjá ríkisstjórn frá því í lok janúar, þegar fyrstu fréttir fóru að berast af veirunni. Þeirri aðferðafræði hafi verið beitt að vera í nánu samtali við vísindamenn og sérfræðinga um ákvarðanir sem hafi verið teknar. Happ að ekki hafi gliðnað milli stjórnmálamanna og sérfræðinga „Ég myndi telja það töluvert happ að það hafi ekki gliðnað á milli þeirra sem best þekkja og stjórnmálamanna í baráttunni við faraldurinn því það hefur gerst víða um heim, þar sem stjórnmálamenn hafa mælt með ýmsum aðferðum og gert ýmsa hluti sem hafa ekki beint notið viðurkenningar vísindamanna,“ segir Katrín. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar, og Helga Vala Helgadóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, gagnrýndu ríkisstjórnina harðlega í gær fyrir að hafa ekki sett fram áætlanir um framhaldið út frá hinum ýmsu sjónarhornum. Þá sögðu þær það fráleitt að forsætisráðherra hafi sakað Þorgerði Katrínu um pólitíska tækifærismennsku og gagnrýndu stjórnvöld fyrir að hafa skýlt sér á bak við sérfræðinga. „Við höfum svo sannarlega ekki skýlt okkur á bak við sérfræðinga, við höfum tekið ábyrgð á öllum þeim ákvörðunum sem hafa verið teknar og þær hafa að sjálfsögðu ekki verið einfaldar og ekki hafnar yfir gagnrýni,“ svaraði Katrín í morgun. „Hert eftirlit á landamærum mjög mikilvægt“ Hún segir vel koma til greina að harðari aðgerðum verði beitt á landamærum en það hefur verið mikið til umræðu síðustu daga, hvort herða eigi eftirlit á landamærum. „Nú er staðan þannig að ég óskaði eftir því við sóttvarnalækni að hann reyndi að setja niður yfirlit yfir hvaða valkosti við eigum til þess að herða eftirlit á landamærum því ég held að það sé mjög mikilvægt,“ segir Katrín. „Þegar kom að því að við reyndum að opna landamærin meira, því þau voru aldrei lokuð, hér var bara krafa um fjórtán daga sóttkví, þá tel ég að við höfum farið mjög varfærna leið. Hún var að sjálfsögðu rædd, meðal annars við stjórnarandstöðuna, það var gerð hagræn úttekt á mögulegum áhrifum á því að halda áfram að vera með fjórtán daga sóttkví, á móti því að taka upp skimun.“ Sú úttekt sé nú í skoðun og verið sé að uppfæra hana. Meta þurfi hvað hafi gengið vel og hvað hafi ekki gengið vel. Sú úttekt sé jafnframt ekki hafin yfir gagnrýni. Þá þurfi einnig að taka mið af öðrum þáttum en sóttvarnarsjónarmiðum. Efnahagsleg sjónarmið, samfélagsleg- og lýðheilsusjónarmið skipti einnig miklu máli og leggja þurfi mat á þau að sögn Katrínar. „Núna þegar við nálgumst veturinn á Íslandi sem getur verið alveg nógu erfiður án heimsfaraldurs og hugsum um allar þessar vörður sem við sjáum fyrir framan okkur við hlökkum til þá auðvitað skiptir máli að við getum tryggt það að þetta líf geti gengið eins vel og mögulegt er. En það er ekki þannig að valmöguleikarnir séu þannig að landið sé galopið, það er hægt að herða aðgerðir á landamærum með ýmsum hætti og þess vegna óskaði ég eftir því að sóttvarnayfirvöld gæfu ákveðið yfirlit yfir þessa valkosti.“ „Það er yfirlýst markmið okkar í ríkisstjórninni í fyrsta lagi að tryggja best heilbrigðissjónarmiða, að við séum að tryggja varnir gegn veirunni, það er annað markmið að tryggja að samfélagið geti haldist gangandi. Það snýst um skóla, það snýst um íþróttir, það snýst um menningarlíf og það snýst líka auðvitað um að við getum átt einhverjar eðlilegar samgöngur.“ Hægt er að hlusta á viðtalið við Katrínu í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Heilbrigðismál Bítið Tengdar fréttir Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13 Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22 Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53 Mest lesið „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ Innlent Fleiri fréttir Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols Sjá meira
Minnisblað Þórólfs ekki rætt í ríkisstjórn: „Nú fer ég bara að lesa“ Sóttvarnalæknir skilaði í morgun inn tillögum sínum um næstu skref vegna faraldursins til heilbrigðisráðherra. 11. ágúst 2020 12:13
Veiran á landinu barst ekki frá „öruggu ríki“ Sú gerð veirunnar sem nú finnst á víð og dreif um landið barst ekki með farþega frá ríki sem er undanþegið skimun á landamærunum. 11. ágúst 2020 11:22
Hefur miklar áhyggjur af félagslegum afleiðingum fyrir nemendur Skólameistari Fjölbrautaskólans í Garðabæ segist hafa miklar áhyggjur af komandi skólavetri. Erfitt sé fyrir nemendur, og þá sérstaklega nýnema, að geta ekki mætt til skóla enda sinni skólinn félagsstarfi ungs fólks að stórum hluta. 12. ágúst 2020 08:53