Næsta verkefni - Hækkum atvinnuleysistryggingar Drífa Snædal skrifar 14. ágúst 2020 11:02 Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. útborgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Þetta er veruleiki sem blasir við allt of mörgum en í júní reiddu 16.165 einstaklingar sig á atvinnuleysisbætur. Reiknað er með að atvinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnafrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja. Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér. Ég ætla að endurtaka þetta: Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér. Ég mun halda áfram að endurtaka þetta þangað til hugmyndum um annað er útrýmt. Að halda fólki sem missir vinnuna í fátæktargildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir einstaklinga sem lenda í slíku og býr til meiri samfélagleg og efnahagsleg vandamál en við glímum við nú þegar. Þess vegna er nauðsynlegt að hækka útgreiddar atvinnuleysisbætur og lengja tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Vinnumarkaður Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Sjá meira
Grunnatvinnuleysisbætur í dag eru 289.510 kr. á mánuði, það þýðir um 240 þúsund kr. útborgaðar. Að auki fá atvinnuleitendur 11.580 krónur með hverju barni undir 18 ára aldri. Í þrjá mánuði fær fólk tekjutengdar atvinnuleysisbætur (70% af meðaltali heildarlauna) þó að hámarki 456.404 kr. á mánuði. Þetta er veruleiki sem blasir við allt of mörgum en í júní reiddu 16.165 einstaklingar sig á atvinnuleysisbætur. Reiknað er með að atvinnulausu fólki fjölgi í haust þegar uppsagnafrestur rennur út hjá mörgum. Það þarf ekki að fara mörgum orðum um það að mánaðarlegar skuldbindingar eru jafnan hærri en atvinnuleysisbæturnar; húsnæðiskostnaður, samgöngukostnaður, sími, tryggingar og svo mætti áfram telja. Að vera atvinnulaus er fjárhagslegt og félagslegt áfall. Áhyggjur af framfærslu, skert sjálfstraust því maður er ekki að „standa sig“, töpuð tengsl við vinnufélaga og það að detta úr rútínu í daglegu lífi reynist mörgum afar erfitt og er ekki hlutskipti sem fólk almennt velur sér. Ég ætla að endurtaka þetta: Að vera atvinnulaus er ekki hlutskipti sem fólk velur sér. Ég mun halda áfram að endurtaka þetta þangað til hugmyndum um annað er útrýmt. Að halda fólki sem missir vinnuna í fátæktargildru er ómannúðlegt. Það er skaðlegt fyrir einstaklinga sem lenda í slíku og býr til meiri samfélagleg og efnahagsleg vandamál en við glímum við nú þegar. Þess vegna er nauðsynlegt að hækka útgreiddar atvinnuleysisbætur og lengja tímabilið þar sem fólk fær tekjutengdar bætur. Góða helgi, Drífa. Höfundur er forseti ASÍ.
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar