Fólk sem veðjar á Vestfirði Guðmundur Gunnarsson skrifar 10. janúar 2020 09:00 Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ísafjarðarbær Guðmundur Gunnarsson Mest lesið Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld á bíla: Vondar fréttir fyrir okkur öll Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Hvar er skýrslan um Arnarholt? Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Fólkið á landsbyggðinni lendir í sleggjunni Margrét Rós Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Höldum fast í auðjöfnuð Íslands Víðir Þór Rúnarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í fólki Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evran getur verið handan við hornið Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Um vændi Drífa Snædal skrifar Skoðun Leikskólinn og þarfir barna og foreldra á árinu 2025 Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Hvernig hjálpargögnin komast (ekki) til Gasa Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Vestfirðir gullkista Íslands Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Iceland Airwaves – hjartsláttur íslenskrar tónlistar Einar Bárðarson skrifar Skoðun 3003 Elliði Vignisson skrifar Sjá meira
Vestfirðir væru í vondum málum ef ekki væri fyrir innspýtingu fólks af erlendum uppruna. Þetta er staðreynd. Byggðirnar væru fámennari, fyrirtækin veikari og mannlífið fábrotnara. Samt getur maður vart vafrað um internetið öðruvísi en að rekast á þjóðrembu, hræðsluáróður og óbeislaða andúð í garð þeirra sem hafa kosið að deila pleisinu með okkur. Mest er þetta reyndar endemis bull og rangfærslur. En förum aðeins yfir þetta. Tuttugu prósent þeirra sem búa á Vestfjörðum í dag fæddust í öðru landi eða eiga foreldra sem fæddust utan Íslands. Þessi hópur er oft kallaður innflytjendur. Nú eða bara Pólverjar, sem er beinlínis kjánalegt því orðið er notað óháð því hvar viðkomandi á rætur. Í mínum huga eru þau fyrst og fremst Vestfirðingar. Ég vona bara að þau skilgreini sig þannig líka. Með tíð og tíma. Ólíkir bakpokar auðga nefnilega samfélög og menningarleg fjölbreytni er fjársjóður, ekki veikleiki. Þvert á fyrirferðarmikla umræðu hafa rannsóknir sýnt að innflytjendur auka beinlínis framleiðni í samfélögum. Klippt og skorið. Sama hvort um er að ræða Serba á Íslandi, Hondúra í Frakklandi eða Íslending í Kanada. Þeir sem fæðast í öðru landi, eða hafa reynslu af því að búa annarsstaðar, koma inn í samfélög með miklu fleiri kosti en ókosti. Slík reynsla veitir annað sjónsvið, víðari linsu og mikilvægan samanburð. Vestfirðingar af erlendum uppruna búa þannig yfir öðruvísi færni en þeir sem fyrir eru. Þau koma inn með nýjar hugmyndir og önnur tengsl. Með þessu er ég ekki að gera lítið úr þeim sem fyrir eru. Öðru nær. Allir eru mikilvægir og þetta snýst fyrst og fremst um ótvíræða kosti fjölbreytninnar. Við verðum að fara að viðurkenna og hampa því opinberlega að Vestfirðir, eins og mörg önnur landsvæði, hafa hagnast gríðarlega á erlendri innspýtingu síðustu áratugina. Bæði í efnahagslegum og menningarlegum skilningi. Við eigum því að tala fjölmenninguna upp, ekki niður. Vera stolt af henni. Og talandi um stolt og stöðu Vestfjarða. Hvernig höldum við að staðan væri á Vestfjörðum ef erlendra áhrifa hefði ekki notið við á meðan við sigldum í gegnum langvarandi niðursveiflu og fólksfækkun? Niðursveiflu sem var svo djúp og langvinn að stóra efnahagshrunið - sem aldrei náði almennilega vestur - virkar eins og ómerkileg bransasaga í samanburðinum. Hvað væru íbúar Vestfjarða margir í dag ef fólk af erlendum uppruna hefði ekki gert sér grein fyrir atvinnutækifærunum sem Íslendingar fúlsuðu við? Hvernig hefði sjávarútvegsfyrirtækjum og grunnstoðum samfélagsins reitt af án erlends vinnuafls? Hvernig stæðu sveitarfélögin, þjónustan, menningin? Svo mál líka benda á að staðan í dag er enn ósköp svipuð og varnarbaráttan stendur enn yfir. Við erum enn í þeim sporum að þurfa bráðnauðsynlega að laða til okkar fólk. Við þurfum að auka stærðarhagkvæmni og bregðast við breyttri aldurssamsetningu. Allt annað er afneitun. Okkur vantar sem sagt fólk en okkur vantar líka frjóan jarðveg sem elur af sér skapandi hugsun, nýsköpun og ferska nálgun. Við þurfum ekki bara að fjölga Vestfirðingum, við þurfum líka að auka samkeppnishæfni samfélagsins. En rannsóknir hafa einmitt sýnt að í hópum og samfélögum þar sem fólk af ólíkum uppruna vinnur saman, myndast gjarnan eftirsóknarverður jarðvegur sem beinlínis elur af sér sköpun og frumkvöðlastarf. Þetta er hinn augljósi kjarni máls sem blasir við öllum þeim sem láta ekki ótta við hið óþekkta villa um fyrir sér. Við eigum því að fagna allri fjölbreytni. Bæði í orði og á borði. Fagna hverjum einasta einstaklingi sem ákveður að deila Vestfjörðum með okkur og auðga þannig mannlíf, atvinnulíf og menningu. Það er okkar hlutverk að sjá til þess að þeim líði vel og að þau fái hlýjar móttökur. Annars höfum við brugðist. Bæði þeim sem hingað koma og okkur sjálfum. Upp með Vestfirði.Höfundur er bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar