Á hæsta viðbúnaðarstigi vegna óveðursins Sunna Sæmundsdóttir skrifar 8. janúar 2020 19:00 Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga. Veður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Á þriðja þúsund heimila og fyrirtækja urðu rafmagnslaus í óveðrinu sem gekk yfir í nótt og í morgun. RARIK starfar á hæsta viðbúnaðarstigi vegna viðvarana sem eru í gildi fyrir morgundaginn. Vegir voru víða ýmist ófærir eða lokaðir í dag. Appelsínugul viðvörun var í gildi á Norðurlandi eystra, þar sem skyggni mjög lélegt og fyrir utan Akureyri mátti víða sjá yfirgefna bíla í vegkanti. Aflýsa þurfti flugferðum í morgun, bæði í Keflavík og innanlands. Vegna áframhaldandi slæmrar veðurspár hefur Icelandair ákveðið að flýta níu brottförum sem áætlaðar voru í fyrramálið. Þetta hefur áhrif á um 1.700 farþega og verða allar brottfarir rétt eftir miðnætti í kvöld. Talið er líklegt að flug raskist einnig á morgun og eru farþegar beðnir um að fylgjast vel með. Neyðarstjórn RARIK var virkjuð vegna óveðursins. „Við erum með fyrirtækið á hæsta viðbúnaðarstigi og við munum vera það út morgundaginn að minnsta kosti," segir Helga Jóhannsdóttir, framkvæmdastjóri rekstrarsviðs RARIK. Neyðarstjórnin var síðast virkjuð í óveðrinu í desember og er óvenjulegt að fyrirtækið fari tvisvar á svo skömmum tíma í hæsta viðbúnað. „Kerfið á Norðurlandi sérstaklega er svolítið laskað eftir þetta og við erum því kannski ennþá meira á varðbergi en venjulega," segir Helga. Ein rafmagnstruflun vegna seltu komm upp í Mýrdal í dag og er seltan eitt helsta áhyggjuefni RARIK næsta sólarhringinn. Mest var um rafmagnsleysi í Borgarfirði í morgun. Stuttar truflanir voru í nágrenni við Búðardal og einnig í Hörgársveit. Þá kom upp truflun í Norðfjarðarsveit og í Öræfum. „Þetta eru svona 2.400 viðskiptavinir sem hafa orðið rafmagnslausir í styttri eða lengri tíma. Þeir lengstu í upp í sjö til átta tíma," segir Helga.
Veður Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira