Boðar frumvarp um að kristnifræðikennsla verði tekin upp á nýjan leik Jakob Bjarnar skrifar 2. janúar 2020 13:51 Birgir Þórarinsson segir skipulaga afkristnun samfélagsins ríkjandi og þeirri öfugþróun sé stýrt af háværum minnihlutahópi. visir/vilhelm Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan. Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira
Birgir Þórarinsson, guðfræðingur og þingmaður Miðflokksins í Suðurkjördæmi, segist nú vinna að gerð frumvarps þar sem kveðið verður á um að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins. Þetta kom fram í nýársræðu sem hann flutti í Seltjarnarkirkju í gær en Viljinn gerir sér mat úr efni hennar. Birgir vill meina að við lifum á tímum skipulagðrar afkristnunar og af þeirri braut vill hann snúa. „Árið 2008 var hætt að kenna kristnifræði sem sérstakt fag í skólum landsins. Fyrirmælin komu frá þáverandi menntamálaráðherra. Árið 2011 bannaði Reykjavíkurborg Gídeonfélaginu að dreifa Nýja testamentinu í skólum borgarinnar, sem það hafði gert allar götur síðan 1954. Þessari öfugþróun hefur verið stjórnað af háværum minnihluta. Hér þarf að snúa við blaðinu,“ sagði Birgir í ræðu sinni. Þingmaðurinn telur að Kirkjan og kristnir eiga ekki að sitja þögul hjá þegar sótt er að kristinni trú, kristnum gildum og kristinni menningu. „Ég tel mikilvægt að kristnifræði verði aftur kennd í grunnskólum landsins og vinn að undirbúningi lagafrumvarps þess efnis. Kristin trú hefur verið mótandi afl í íslensku þjóðlífi. Saga og menning þjóðarinnar verður ekki á nokkurn hátt skilin án þekkingar á kristinni trú, siðgæði og sögu kristinnar kirkju.“Fréttin hefur verið uppfærð með viðtali Bítisins á Bylgjunni við Birgi þann 3. janúar sem hlusta má á hér að neðan.
Alþingi Miðflokkurinn Skóla - og menntamál Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sjá meira