„Nóg að gera“ í veðrinu þessa dagana Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. janúar 2020 13:16 Það er einna helst á Suðurlandi sem styttir upp í dag. Vísir/vilhelm Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli. Veður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira
Færð verður víða mjög slæm á landinu í dag og því er beint til vegfarenda að huga vel að veðurspám og fara varlega áður en lagt er af stað. Veðurfræðingur segir að éljagangur geri ferðalöngum erfitt fyrir um norðanvert landið en suðaustanlands setji hvassviðri strik í reikninginn. Þá megi búast við töluverðum sviptingum í veðri næstu daga. Varað er við éljagangi og erfiðum akstursskilyrðum víða á landinu í dag í athugasemd veðurfræðings á vef Veðurstofu Íslands. Kalt heimskautaloft flæðir yfir landið, með tilheyrandi frosti, og éljabakkar sækja að landinu úr norðri og vestri. Óli Þór Árnason veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands segir að veður fari nú þegar versnandi fyrir norðan en gerir ráð fyrir að Suðausturland og Austfirðir sleppi að miklu leyti við úrkomuna í dag. „Það er að koma myndarlegur úrkomubakki inn á norðanvert landið þannig að færðin fyrir norðan verður leiðinleg. Það mun hins vegar skána sunnantil á landinu þegar líður á en svo hvessir austast um tíma, síðan seinnipartinn undir kvöld kemur nýr bakki með vestanátt aftur inn á vestanvert landið. Þannig að þetta er eiginlega svolítið mikið bland í poka.“ Vegfarendur, sem margir eru ef til vill á heimleið eftir hátíðarnar, ættu því að fara yfir veðurspár og færð áður en lagt er af stað. „Það er kannski ekki rosalega einfalt að átta sig almennilega á þessu en það er víða leiðindaveður, blint og éljagangur og verður það meira og minna í dag. Það verða uppstyttur hér og þar, það er einna helst á Suðurlandi og Suðausturlandi sem verður bjartara yfir en á Suðausturlandi verður býsna hvasst, þannig að þetta er nokkuð snúið.“ Óli segir að veður verði „í sama gírnum“ í fyrramálið en ágætisveður taki við seinnipartinn. Á laugardag megi íbúar suðvestanlands svo jafnvel búast við stormi, að minnsta kosti fyrri hluta dags. „Það er nóg að gera í veðrinu núna,“ segir Óli.
Veður Mest lesið Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Innlent Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Innlent Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Innlent Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Innlent Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Innlent Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Innlent Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Innlent Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Innlent Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Innlent Stefna Open AI vegna sjálfsvígs sonarins Erlent Fleiri fréttir Sé hægt að gera byltingu í íslensku heilbrigðiskerfi Skólamál í Kópavogi: Bókun eftir bókun á fundi bæjarstjórnar Hafna „órökstuddum fullyrðingum“ Sigurðar Inga Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal Menningarráðherra skipaði son heilbrigðisráðherra í formannsstörf Vara við svikapóstum í þeirra nafni Bylting framundan en Landspítalinn þurfi að hlaupa hraðar Faðir plokksins kenndi ráðherra að plokka Gátu ekki opnað hraðbankann þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir Kári Stefánsson í beinni, erfiður hraðbanki og Dönum ekki skemmt Óttuðust um ferðamenn sem sátu fastir í Markarfljóti Glímdi við veikindi fyrir andlátið sem breyttu persónuleika hans Hraðbankaþjófur játar sök Framlengja gæsluvarðhald yfir leiðbeinandanum um fjórar vikur Supu hveljur á fundi með ráðherra á Egilsstöðum Grunaður hraðbankaþjófur nennti ekki með austur nóttina örlagaríku Með mikla áverka og mjög kaldur þegar hann fannst Móðirin áfram í haldi og húsleit á Írlandi Til skoðunar að flytja Sjálfstæðisflokkinn úr Valhöll Losun Íslands jókst á öllum sviðum og langt í land með skuldbindingar Bylting í heilbrigðisþjónustu og áróður Bandaríkjamanna Vilja halda leiðbeinandanum áfram bak við lás og slá Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innbrot og slagsmál í miðborginni Segir dóminn áfellisdóm yfir seinagangi lögreglu í kynferðisbrotamálum Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Heilbrigðisráðuneytið færir sig um set Enginn vilji taka ábyrgð á því hvenær eigi að loka Reynisfjöru Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Sjá meira