Hafa áhyggjur af pennum með ofskynjunarlyfi sem eru nýjung á fíkniefnamarkaði Nadine Guðrún Yaghi skrifar 12. janúar 2020 19:54 Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“ Fíkn Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira
Svokallaðir DMT pennar sem innihalda ofskynjunarlyf eru nýjung á íslenskum fíkniefnamarkaði og ganga kaupum og sölum á netinu. Lögreglan hefur miklar áhyggjur af þróuninni. Um sé að ræða hættulegt eiturlyf sem geti valdið langvarandi heilsutapi. DMT er sterkt ofskynjunarlyf sem svipar til LSD og ofskynjunarsveppa. Annars vegar er hægt að vinna efnið úr plöntum eða búa það til. Upp á síðkastið hefur borið á efninu til sölu á samskiptaappi þar sem fíkniefni ganga kaupum og sölu. Svokallaðir DMT pennar, sem minna á rafrettur, eru þar til sölu. „Það er auðvitað alltaf áhyggjuefni þegar það koma inn tilkynningar eða grunur um að ný efni séu að koma á fíkniefnamarkað,“ segir Þórir Ingvarsson, lögreglufulltrúi. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur fengið ábendingar um að DMT gangi nú kaupum og sölu í Reykjavík. „Það sem við óttumst kannski helst er það að þegar það kemur inn eitthvað nýtt er það látið líta út fyrir að vera eitthvað hættuminna eða eitthvað annað en það raunverulega er. En auðvitað er þarna bara um hættuleg fíkniefni að ræða,“ segir Þórir. Hann segir að lögregla reyni alltaf að fylgjast vel með sölu fíkniefna á netinu og muni fylgjast grannt með þróun neyslu efnisins. Eins og nafnið gefur til kynna kallar neysla þess fram kröftug ofskynjunaráhrif. „Við höfum miklar áhyggjur af þessu,“ segir Þórir. „Þetta er ekki lyf, þetta er eiturlyf og þetta er í raun skylt LSD og er ofskynjunarlyf og er mjög hættulegt og getur í raun og veru valdið langvarandi heilsutapi fyrir þá sem gætu neytt þess. Svo má ekki gleyma því að allt er þetta ólöglegur varningur og getur í raun og veru innihaldið allt á milli himins og jarðar.“
Fíkn Lögreglumál Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Ölvaður en ekki barnaníðingur Innlent Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Innlent Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Erlent Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Innlent Fleiri fréttir Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Sjá meira