Hélt að risa trukkur hefði keyrt á Ráðhús Árborgar Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 10. janúar 2020 19:15 Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira
Íbúum á Suðurlandi og víðar sem fundu snarpan jarðskjálfta í dag var mjög brugðið en skjálftinn var fjórir á richter og átti upptök sín skammt frá Hveragerði. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg hélt að risa stór trukkur hafi ekið á ráðhús sveitarfélagsins. Skjálftinn varð tíu mínútur yfir eitt og varð samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni 3,9 af stærð og á 8 kílómetra dýpi 4,5 kílómetra Suð Suð austur af Hveragerði. Skjálftinn mældist hins vegar aðeins stærri hjá Jarðskjálftamiðstöð Háskóla Íslands, sem er staðsett á Selfossi. „Þetta var skjálfti um fjórir á stærð. Hann mældist eitthvað um tvö prósent af þyngdarhröðun hér á Selfossi, þannig að það er rétt ofan við skynjunarmörk. Ég býst nú ekki við miklum skemmdum, þetta er ekki nógu stórt að það verði skemmdir“, segir Símon Ólafsson, forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar Háskóla Íslands í jarðskjálftaverkfræði á Selfossi. Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri í Árborg.Magnús Hlynur Hreiðarsson. Starfsfólk Ráðhúss Árborgar og bókasafnsins á Selfossi fann mjög vel fyrir skjálftanum. „Ég kipptist hérna til í stólnum þegar hann reið yfir. Ég hélt að risa stór trukkur hefði keyrt á húsið eða þá að það væru einhverjar framkvæmdir í miðbænum, sem væru að hrista okkur svona duglega en svo gerði ég mér grein fyrir því að þetta væri aðeins meira en það“, segir Gísli Halldór Halldórsson, bæjarstjóri. „Já, ég fann hann. Ég var á klósettinu hérna í Ráðhúsinu. Mér líður alltaf jafn illa í þessu. Skjálftinn var stór og snarpur, allavega klárlega nóg fyrir mig, klárlega“, segir Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður ráðhússins. Rósa Sif Jónsdóttir, starfsmaður í ráðhúsi Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson. „Ég sat bara í sætinu mínu á skrifstofunni minni og hreinlega færðist til. Mér var ekki alveg um, ég verð að segja það, það er frekar óþægilegt á þessu svæði þegar kemur svona skjálfti. Maður er einhvern veginn vanur því að þetta sé svona sumaratriði, ekki vetraratriði. Maður gerir svo sem ekkert í þessu nema að maður læðist fram og biður starfsfólkið sitt að fara ekki niður í kjallara og ekki loka hurðunum að sér“, segir Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar. Íbúar í Hveragerði fundu mjög vel fyrir skjálftanum enda segir Aldís Hafsteinsdóttir, bæjarstjóri að hús í bæjarfélaginu hafi leikið á reiðiskjálfi. Skjálftinn hafi aftur á móti verið stuttur en snarpur og ekkert datt úr hillum og ekkert skemmdist svo vitað sé til. Heiðrún Dóra Eyvindardóttir, forstöðumaður bókasafns Árborgar.Magnús Hlynur Hreiðarsson.
Árborg Eldgos og jarðhræringar Hveragerði Ölfus Mest lesið Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Innlent Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Innlent Telur áform ráðherra vanhugsuð Innlent Vill mikilvæga herstöð aftur og hótar Afgönum öllu illu Erlent Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Innlent Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Innlent Austurríki hvetur ríki til að draga sig ekki úr Eurovison Erlent Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ Innlent Kanada, Bretland og Ástralía viðurkenna Palestínu Erlent Þorgerður Katrín endurkjörin Innlent Fleiri fréttir Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Umferðarslys við Hvalfjarðargöngin Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Plokkarar verðlaunaðar á Selfossi Píratar taka upp formannsembætti Ýkt umræða um olíufund, netárás á flugvelli og bakgarðshlaup í beinni Nýjar framkvæmdir beina fólki að umdeildum gatnamótum Netárásin gæti haft áhrif á ferðir Icelandair Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Sjá meira