Maðurinn sem grófst í snjóflóðinu fluttur á Landspítalann Kristín Ólafsdóttir skrifar 29. janúar 2020 12:42 Frá leitarsvæðinu í dag. Maðurinn grófst í flóði í efra horninu vinstra megin á myndinni. Vísir/egill Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Maðurinn sem grófst undir snjóflóði í Móskarðshnjúkum skömmu eftir hádegi í dag er fundinn og var fluttur á Landspítalann í Fossvogi með þyrlu Landhelgisgæslunnar á þriðja tímanum, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. Ekki hafa fengist upplýsingar um líðan hans. Tveir samferðamenn hans voru fluttir með sjúkrabifreið á Landspítalann. Allt tiltækt lið slökkviliðs, lögreglu og björgunarsveita á suðvesturhorninu var kallað út vegna snjóflóðsins. Þrír menn voru saman á göngu á svæðinu þegar snjóflóðið féll og einn þeirra grófst undir flóðinu. Í fyrstu var talið að mennirnir hefðu verið tveir saman. Flóðið féll við gönguleiðina upp á Móskarðshnjúka, sunnan megin. Fjöldi björgunarsveitarmanna og annarra viðbragðsaðila hefur verið að störfum á vettvangi í dag, ásamt leitarhundum. Þá var þyrla Landhelgisgæslunnar einnig kölluð út sem og sérsveit ríkislögreglustjóra. Fyrstu viðbragðsaðilar komu á vettvang um og eftir klukkan eitt og fyrsta verkefni þeirra var að meta aðstæður, tryggja öryggi og hefja leit. Móskarðshnjúkar sjást hér á korti. Flóðið féll við gönguleiðina upp að hnjúkunum.Vísir/Hjalti Aðgerðastjórn lögreglu á höfuðborgarsvæðinu hefur verið virkjuð vegna snjóflóðsins. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni féll lítið snjóflóð á sömu slóðum í gær. Nokkur lítil snjóflóð hafa einnig fallið í gær og dag í Mosfelli og Skálafelli. Þá er hættustig snjóflóða fyrir Suðvesturland á gulu og mælir Veðurstofan með því að útivistarfólk sýni ýtrustu aðgæslu við ferðir í fjalllendi á Suðvesturlandi þar sem snjóflóð geta fallið. Í tilkynningu frá lögreglu á fjórða tímanum kemur fram að mjög mikil snjóflóðahætta sé á þessum slóðum. Fréttin var síðast uppfærð klukkan 15:18 en fylgjast má með nýjustu vendingum í vaktinni hér fyrir neðan.
Björgunarsveitir Esjan Landhelgisgæslan Reykjavík Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira