Jarðskjálfti að stærð 2,4 við Grindavík Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2020 08:38 Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Vísir/birgir Jarðskjálfti að stærð 2,4 varð um fjóra kílómetra norðvestur af Grindavík rétt eftir klukkan sjö í morgun. GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. Sigþrúður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búið sé að vinna úr skjálftanum sem varð í morgun. Um er að ræða stærsta skjálftann á svæðinu við fjallið Þorbjörn síðan um kvöldmatarleytið í gær, þegar skjálfti að stærð 3,1 varð 5,6 kílómetra norðnorðaustan af Grindavík. Sigþrúður segir að upptök skjálftans hafi verið vestan við Þorbjörn. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga á svæðinu mældist 3,7. Skjáskot/veðurstofa íslands Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Sigþrúður segir að nýjustu GPS-mælingar sem komið hafa á hennar borð í dag sýni áframhaldandi ris. „Það er engin merkjanleg breyting á því.“ Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Jarðskjálfti að stærð 2,4 varð um fjóra kílómetra norðvestur af Grindavík rétt eftir klukkan sjö í morgun. GPS-mælingar það sem af er degi sýna áframhaldandi jarðris á svæðinu. Sigþrúður Ármannsdóttir náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands segir að búið sé að vinna úr skjálftanum sem varð í morgun. Um er að ræða stærsta skjálftann á svæðinu við fjallið Þorbjörn síðan um kvöldmatarleytið í gær, þegar skjálfti að stærð 3,1 varð 5,6 kílómetra norðnorðaustan af Grindavík. Sigþrúður segir að upptök skjálftans hafi verið vestan við Þorbjörn. Stærsti jarðskjálftinn undanfarna daga á svæðinu mældist 3,7. Skjáskot/veðurstofa íslands Ríkislögreglustjóri hefur lýst yfir óvissustigi vegna óvenjulegs landriss vestan við Þorbjörn en fjallið skammt frá Grindavík og Svartsengisvirkjun HS Orku. Landrisið hefur verið óvenjuhratt síðustu sex daga, eða 3-4 millimetrar á dag, og telja vísindamenn líklegast að kvikusöfnun sé nú undir svæðinu við Þorbjörn. Það gæti verið undanfari eldgoss. Rólegt hefur verið í kringum Þorbjörn í nótt. Sigþrúður segir að nýjustu GPS-mælingar sem komið hafa á hennar borð í dag sýni áframhaldandi ris. „Það er engin merkjanleg breyting á því.“
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15 Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15 Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Íbúafundur í Grindavík vegna jarðhræringa Boðað hefur verið til íbúafundar í íþróttahúsinu í Grindavík klukkan 16 í dag vegna óvissuástands sem lýst hefur verið yfir vegna jarðhræringa við fjallið Þorbjörn í nágrenni bæjarins. 27. janúar 2020 15:15
Segir engar líkur á að það verði rafmagnslaust á öllu Reykjanesi eða vatnslaust Tómas Már Sigurðsson, forstjóri HS Orku, sem framleiðir rafmagn sem og heitt og kalt vatn fyrir sveitarfélögin á Suðurnesjum, segir fyrirtækið vel í stakk búið til að takast á við það ef eitthvað frekar gerist á svæðinu, en eins og greint hefur verið frá er óvenjulegt landris vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. 27. janúar 2020 13:15
Rólegt í kringum Þorbjörn eftir kippi í gærkvöldi Það hefur rólegt í kringum fjallið Þorbjörn á Reykjanesi í nótt eftir að skjálfti að stærðinni 3,1 mældist rétt fyrir klukkan sjö í gærkvöldi 5,6 kílómetra norðnorðaustur af Grindavík. 28. janúar 2020 06:45