„Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2020 09:58 Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við, segir jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands. landmælingar Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Það er áframhaldandi landris rétt vestan við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Þetta sýna nýjar mælingar úr GPS-mælum Veðurstofu Íslands. Risið er á sama hraða og sagt var frá í gær, 3-4 millimetrar á dag, sem er óvenjulega hratt. Vísindamenn telja líklegast að kvikusöfnun sé undir svæðinu við fjallið. „Við höfum náttúrulega nýja punkta frá GPS-mælunum. Það sýnir áframhald á þessari þenslu sem við rákum okkur á í gær. Þetta heldur áfram með sama hraða að þenjast út, það er það sem við sjáum,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við Vísi. Hann segir að í dag og á næstu dögum verði auknar mælingar á svæðinu þar sem skjálftamælanetið verði þétt, komið fyrir fleiri landmælingatækjum auk þess sem það á að gera þyngdarmælingar. Slíkar mælingar geta gefið vísbendingu um hvort raunveruleg kvika sé að safnast fyrir. „Það er þyngdarmælir sem mælir þyngdarsvæðið mjög nákvæmlega. Hann er settur á fyrir fram ákveðna punkta sem hafa verið mældir áður og breytingarnar eru bornar saman við fyrri mælingar. Það getur sýnt hvort það er eðlismassabreyting. Ef þyngdarsviðið breytist örlítið þá geta menn séð og lagt mat á þéttleikann á efninu sem er undir eða breytinguna á því. Ef það er til dæmis að koma inn nýtt efni eða ný kvika sem hefur aðeins öðruvísi eðlismassa en umhverfið þá myndirðu sjá örlitla breytingu,“ segir Benedikt. Hann segir vísindamenn frekar telja að um langtímamál sé að ræða. „Þetta sé að byrja bara og við þurfum að vakta þetta betur næstu árin.“Þú talar um þetta í árum? „Já, það er bara þannig. Það er þannig að ef þetta hefði verið uppi á fjöllum þá hefðum við ekki gert neitt stórmál úr þessu en af því að þetta er rétt við bæjardyrnar hjá Grindvíkingum þá fannst okkur rétt að bregðast svona við. Þó að kannski, það sem við höldum og teljum langlíklegast, miðað við hvernig svona kerfi haga sér, að þetta sé byrjunin á löngu ferli sem gæti endað með einhverju kvikuinnskoti, gæti endað með gosi en við höfum náttúrulega enga möguleika á að segja hvenær eða hvar,“ segir Benedikt. Slíkt gæti gerst eftir ár eða áratugi og þá sé auðvitað ekki hægt að útiloka að það gerist eitthvað eftir viku. Það myndi hins vegar koma vísindamönnum mjög á óvart. „Þess vegna bregðumst við svona við en það er mjög ólíklegt og myndi koma okkur á óvart ef það myndi gerast eitthvað svo hratt,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42 Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02 „Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Fleiri fréttir Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Sjá meira
Mæling gervitungls skýrir áhyggjur manna af Grindavík og Bláa lóninu Orkuverið í Svartsengi og Bláa lónið eru inni á rauða blettinum og byggðin í Grindavík í jaðrinum á mynd sem unnin er úr gögnum frá gervitungli. 26. janúar 2020 21:42
Engar markverðar breytingar við Þorbjörn Engar markverðar breytingar hafa orðið í nótt við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi samkvæmt upplýsingum frá náttúruvárvöktun Veðurstofu Íslands. 27. janúar 2020 07:02
„Höfum lengi velt því fyrir okkur hvaða merki það yrðu sem við sæjum fyrst þegar ný goshrina gengur í garð“ Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna landriss við Þorbjörn, en líklegast þykir að kvika sé að safnast saman undir fjallinu. 26. janúar 2020 23:30
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent