Níu létust í þyrluslysinu: „Fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvinar á TMZ Sylvía Hall skrifar 26. janúar 2020 22:58 Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins. Skjáskot Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd. Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Lögreglustjórinn í Los Angeles-sýslu í Bandaríkjunum hefur staðfest að níu manns voru um borð í þyrlu sem fórst um sexleytið að íslenskum tíma í kvöld. Á meðal þeirra sem voru um borð var körfuboltastjarnan Kobe Bryant og þrettán ára dóttir hans Gianna. Boðað var til blaðamannafundar vegna slyssins nú í kvöld. Allir sem voru um borð létust í slysinu, þyrluflugmaðurinn sjálfur og átta farþegar. Slysið varð skömmu fyrir klukkan tíu í morgun að staðartíma og var mikil þoka á svæðinu.Sjá einnig: Þrettán ára dóttir Kobe Bryant lést einnig í slysinu Eldur kom upp í þyrluflakinu sem gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir þar sem eldurinn dreifði sér yfir stórt svæði. Þá var magnesíum í flakinu sem gerði það að verkum að erfiðara var að slökkva eldinn. Frá vettvangi slyssins.Vísir/Getty Að sögn Alex Villanueva, lögreglustjóra í sýslunni, er enn beðið eftir líkskoðara á vettvang til þess að bera kennsl á þau sem létust. Hann ítrekaði að enn væri of snemmt að gefa út nöfn hinna látnu áður en það væri staðfest. Hann bætti við að það væri „fullkomlega óviðeigandi“ að frétta af andláti ástvina á TMZ, en miðillinn var sá fyrsti sem greindi frá því að Kobe Bryant og dóttir hans væru á meðal hinna látnu. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn í fullri lengd.
Andlát Kobe Bryant Bandaríkin Tengdar fréttir Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00 Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14 Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38 Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Innlent Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana Innlent Fleiri fréttir Lögðu á ráðin um sprengjuárásir í Kaliforníu Grönduðu kafbát í fyrsta sinn með neðansjávardróna Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Krefjast þess enn að Úkraínumenn hörfi frá Donbas Spjótin beinast að syni Reiners Ætla að herða lög um byssur enn frekar eftir árásina Starfsmenn Louvre mótmæla slæmum aðstæðum Hálfíslensk hljómsveit skilgreind öfgasamtök í Rússlandi Morðinginn í Brown gengur enn laus Heyrði byssuhvellina: Skotvopnalöggjöfin rædd á kaffistofunni Sílebúar tóku Kast Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Sjá meira
Neymar minntist Kobe Paris Saint-Germain vann Lille 2-0 í frönsku úrvalsdeildinni í kvöld. Brasilíska stórstjarnan Neymar minntist Kobe Bryant, körfuboltagoðsagnarinnar sem lést í þyrluslysi í morgun, eftir að hann skoraði annað mark Parísarliðsins. 26. janúar 2020 22:00
Svali Björgvins: „Ég hélt að Kobe Bryant væri ódauðlegur“ Svali H. Björgvinsson segist sleginn vegna frétta dagsins um að Kobe Bryant hafi látið lífið í þyrluslysi í Los Angeles í dag. 26. janúar 2020 22:14
Kobe Bryant lést í þyrluslysi Bandaríski körfuboltamaðurinn Kobe Bryant er látinn að sögn fjölmiðla vestanhafs. Bandarískir fjölmiðlar segja hann hafa látist í þyrluslysi í Calabasas í Kaliforníu í morgun. 26. janúar 2020 19:38