Tæp 96 prósent samþykktu verkfallsaðgerðir Eflingar Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. janúar 2020 14:21 Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar. Vísir/Vilhelm Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð. Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Yfirgnæfandi meirihluti, eða 95,5 prósent, greiddi atkvæði með verkfallsboðun Eflingar hjá starfsfólki Reykjavíkurborgar. Kjörsókn var rétt tæp 60 prósent. Aðgerðir hefjast að óbreyttu 4. febrúar. Rúmlega 1800 manns voru á kjörskrá og stóð atkvæðagreiðslan yfir í fimm daga. Henni lauk á hádegi í dag, sunnudaginn 26. janúar. Með atkvæðagreiðslunni hafa félagsmenn Eflingar samþykkt verkfallsboðun gagnvart Reykjavíkurborg. Formleg verkfallsboðun verður afhent borgaryfirvöldum og ríkissáttasemjara fyrir hádegi á morgun, mánudaginn 27. janúar. Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir þá kröfu að lægstu laun hækki um rúmlega 140 þúsund krónur á mánuði á samningstímanum, það er til loka árs 2022. Sjá einnig: Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Í tilkynningu frá Eflingu segir að metþátttaka hafi verið í atkvæðagreiðslunni, eða 59,2 prósent. Alls voru 34 á móti, eða 3,1 prósent, og 16 tóku ekki afstöðu eða 1,4%. Haft er eftir Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar, í tilkynningu að hún fagni því að félagsmenn hafi tekið undir tillögu samninganefndar um boðun verkfallsaðgerða. „Ég hef fundið fyrir gríðarlegum baráttuvilja meðal starfsmanna í fjölmörgum heimsóknum mínum á vinnustaði borgarinnar síðan í haust. Fólk er orðið langþreytt á því að vinna fyrir sultarlaunum við vaxandi álag og erfiðar aðstæður. Metkosningaþátttaka, svo ekki sé talað um yfirgnæfandi vilja til aðgerða, sýnir svo ekki verður um villst að við erum á réttri leið og höfum fjöldann á bakvið okkur. Með þennan vind í seglunum eru okkur allir vegir færir í baráttunni við borgina,“ segir Sólveig Anna í tilkynningu. Verkfallið nær m.a. til leikskólastarfsfólks og starfsfólks á hjúkrunarheimilum og í heimaþjónustu. Skipulag verkfallsaðgerða verður með eftirfarandi hætti: Þriðjudagur 4. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 6. febrúar 2020: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Þriðjudagur 11. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 12:30 og fram til klukkan 23:59. Miðvikudagur 12. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Fimmtudagur 13. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og fram til klukkan 23:59. Mánudagur 17. febrúar: Vinna lögð niður frá klukkan 00:01 og ótímabundið eftir það. Fréttin hefur verið uppfærð.
Kjaramál Verkföll 2020 Vinnumarkaður Tengdar fréttir Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56 Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30 Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24 Mest lesið Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Innlent Fleiri fréttir Aðgerðir gegn Temu og Shein, hraðbanki í hættu og þreyttir hlaupagarpar í beinni „Eiga sína síðustu daga í faðmi ástvina undir hamraslætti og múrborum“ Mótorhjólasamtök aðstoða börn sem hafa orðið fyrir ofbeldi Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Sjá meira
Efling vill ræða beint við borgarstjóra Sólveig Anna Jónsdóttir hefur tilkynnt Degi B. Eggertssyni borgarstjóra að Efling muni ekki eiga frekari viðræður við samninganefnd borgarinnar umfram það sem lög krefjast. 20. janúar 2020 12:56
Valdið er á endanum alltaf hjá félagsmönnunum sjálfum Íslenski vinnumarkaðurinn byggir á lýðræðislegum stoðum í meira mæli en í flestum öðrum löndum. 24. janúar 2020 14:30
Krefjast þess að lægstu laun hjá borginni hækki um 142.507 krónur á mánuði Samninganefnd Eflingar gagnvart Reykjavíkurborg gerir kröfu um að lægstu laun hækki um 142.507 krónur á mánuði á samningstímanum, það er á tímabilinu 2019 til loka árs 2022. 22. janúar 2020 15:24