Arion banki tekur á sig átta milljarða högg Kjartan Kjartansson skrifar 23. janúar 2020 22:00 Afkoma Arion var undir væntingum og er það rakið til niðurfærslna á félögum sem bankinn reynir að selja. Vísir/Vilhelm Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér. Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira
Neikvæð áhrif af aflagðri starfsemi og eignum til sölu á afkomu Arion banka á fjórða ársfjórðungi 2019 mun nema um 8 milljörðum króna, að teknu tilliti til skatta. Þetta kemur fram í afkomuviðvörðun sem Arion banki sendi til Kauphallar í kvöld. Þar kemur fram að þessi neikvæðu áhrif skýrist einkum af tveimur þáttum. Annars vegar hafi niðurstöður virðisrýrnunarprófs á óefnislegum eignum Valitor, dótturfélags Arion banka, falið í sér að færa þurfi óefnislega eign Valitor niður um fjóra milljarða. Þar sem um óefnislegar eignir er að ræða hefur þessi niðurfærsla engin áhrif á eiginfjárhlutföll Arion banka, að því er segir í tilkynninguni. Þar kemur einnig fram að þessi upphæð sé til viðbótar rekstartapi Valitor á fjórðungnum og kostnað við söluferli félagsins, samtals 1,7 milljarð króna, en þar inni er kostnaður við endurskipulagninu Valitor. Óvissa á sílikonmörkuðum Hins vegar hefur Arion banki niðurfært eignir Stakksbergs, eignarhaldsfélag um sílikonverksmiðju í Helguvík. Nema áhrifin á afkomu fjórða ársfjórðungs um 2,3 milljörðum króna að teknu tilliti til skatta. Niðurfærslan hefur óveruleg áhrif á eiginfjárhlutföll bankans, að því er segir í tilkynningunni. Þar segir að vegna óvissu á mörkuðum með sílikon hafa nokkrir framleiðendur dregið úr framleiðslu eða lokað verksmiðjum. Því er til staðar ónýtt framleiðslugeta sem leiða má líkur að hafi neikvæð áhrif á söluferli sílikonverksmiðjunnar í Helguvík. Í tilkynningunni segir einnig að ahrif á eignfjárhlutföll bankans séu óveruleg og áfram mjög sterk. Afkoma Arion banka á árinu 2019 að teknu tilliti til áhrifa af aflagðri starfsemi og eigna til sölu er um 1 milljarður króna en í tilkynningunni segir að fjárhagsleg markmið bankans til næstu ára, m.a. um arðsemi og þróun eigin fjár, haldist óbreytt. Undir aflagða starfsemi og eignir til sölu falla eignir og félög sem bankinn hyggst selja á næstu misserum og flokkast í rekstrarreikningi neðan við hagnað af áframhaldandi starfsemi.Tilkynningu Arion banka má lesa hér.
Íslenskir bankar Mest lesið Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Viðskipti innlent Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Viðskipti innlent Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Viðskipti innlent Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Viðskipti innlent Breytist hratt næstu árin hvaða fyrirtæki teljast stærst og best Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Viðskipti innlent Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Viðskipti innlent Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Viðskipti innlent Hefði fengið rúmum tíu þúsundkalli meira í vasann í bankaútibúi Neytendur Fleiri fréttir Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Sjá meira