Fékk skammir í hattinn fyrir að biðja boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. janúar 2020 23:30 Bananamaðurinn Benchetrit. vísir/getty Dómari jós skömmum yfir franska tenniskappann Elliot Benchetrit eftir að hann bað boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig. Atvikið átti sér stað í leik Benchetrits og Dmitry Popko á Opna ástralska meistaramótinu á sunnudaginn. Í hléi í lokasettinu gekk boltastelpan til Benchetrits með banana og hann bað hana um að taka utan af honum fyrir sig. Dómari leiksins, John Blom, var allt annað en sáttur við Benchetrit og sagði að stelpan væri ekki þrællinn hans. Hann þurfti því að gjöra svo vel að taka sjálfur utan af banananum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. So this is the moment where Elliot Benchetrit asks the ballkid to peel his banana. I’m glad the umpire (John Blom) stepped in and told him off. pic.twitter.com/TK1GET68pG— Alex Theodoridis (@AlexTheodorid1s) January 19, 2020 Netverjar gagnrýndu Benchetrit en hann sagði ekkert óeðlilegt við bón sína. Stelpan hafi meira að segja tekið utan af banana fyrir sig fyrr í leiknum. Benchetrit kvaðst hissa á ummælum dómarans og viðbrögðunum við atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar hefði fólk tjáð sig án þess að þekkja málavöxtu. Meðal þeirra sem gagnrýndu Benchetrit var tennisgoðsögnin Martina Navratilova. „Hvað næst, vínber?“ skrifaði hún og hrósaði viðbrögðum dómarans. Benchetrit sigraði Popko, 4-6, 6-2, 6-3, en tapaði svo fyrir Japananum Yūichi Sugita í næstu umferð, 6-2, 6-0, 6-3. Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira
Dómari jós skömmum yfir franska tenniskappann Elliot Benchetrit eftir að hann bað boltastelpu að taka utan af banana fyrir sig. Atvikið átti sér stað í leik Benchetrits og Dmitry Popko á Opna ástralska meistaramótinu á sunnudaginn. Í hléi í lokasettinu gekk boltastelpan til Benchetrits með banana og hann bað hana um að taka utan af honum fyrir sig. Dómari leiksins, John Blom, var allt annað en sáttur við Benchetrit og sagði að stelpan væri ekki þrællinn hans. Hann þurfti því að gjöra svo vel að taka sjálfur utan af banananum. Atvikið má sjá hér fyrir neðan. So this is the moment where Elliot Benchetrit asks the ballkid to peel his banana. I’m glad the umpire (John Blom) stepped in and told him off. pic.twitter.com/TK1GET68pG— Alex Theodoridis (@AlexTheodorid1s) January 19, 2020 Netverjar gagnrýndu Benchetrit en hann sagði ekkert óeðlilegt við bón sína. Stelpan hafi meira að segja tekið utan af banana fyrir sig fyrr í leiknum. Benchetrit kvaðst hissa á ummælum dómarans og viðbrögðunum við atvikinu á samfélagsmiðlum. Þar hefði fólk tjáð sig án þess að þekkja málavöxtu. Meðal þeirra sem gagnrýndu Benchetrit var tennisgoðsögnin Martina Navratilova. „Hvað næst, vínber?“ skrifaði hún og hrósaði viðbrögðum dómarans. Benchetrit sigraði Popko, 4-6, 6-2, 6-3, en tapaði svo fyrir Japananum Yūichi Sugita í næstu umferð, 6-2, 6-0, 6-3.
Tennis Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Sjá meira