Telja kvikuna vera á fjögurra til níu kílómetra dýpi Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 30. janúar 2020 11:06 Frá Grindavík en óvissustigs hefur verið lýst yfir vegna óvenjulegs landriss í grennd við bæinn. „Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt. Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
„Við vorum með síðustu uppfærslu núna í nótt. Við sjáum ris áfram og þetta heldur áfram mjög svipað,“ segir Benedikt Ófeigsson, jarðeðlisfræðingur á Veðurstofu Íslands, um stöðuna við fjallið Þorbjörn á Reykjanesi. Vestan við fjallið hefur verið óvenju hratt landris í um átta daga eða um þrír til fjórir millimetrar á dag. Óvissustigi hefur verið lýst yfir vegna jarðhræringanna. Benedikt segir risið geta verið breytilegt á milli daga en langtímatímamælingar sýni ris upp á fyrrnefna þrjá til fjóra millimetra. Þá hefur skjálftavirkni á svæðinu verið aðeins minni síðan í gærkvöldi. Hún gæti þó tekið við sér aftur. „Þannig að virknin er mjög svipuð og við erum að horfa bara á áframhald á það sem er í gangi,“ segir Benedikt. Aðspurður hversu mikið risið er í heildina segir Benedikt að það nálgist örugglega fjóra sentimetra. Vísindamenn telja líklegast að landrisið sé vegna kvikusöfnunar undir svæðinu vestan við Þorbjörn. Engin merki eru þó um að kvika sé komin nálægt yfirborðinu og telja vísindamennirnir raunar að hún sé á talsverðu dýpi. „Þetta er sama þróun og við sjáum frá degi eitt þannig að okkar túlkun er sú að við erum að horfa á kviku vera að troða sér inn á talsverðu dýpi væntanlega, við höfum ekki nákvæmt mat á það en það eru kannski fjórir til níu kílómetrar. Þar er kannski kvika að safnast saman, alltaf á sama stað, hún er ekki að færast neitt annað. Við myndum sjá það væntanlega í skjálftavirkni og líka í aflögunarmerkinu. Það er mjög ólíklegt að það færi eitthvað fram hjá okkur,“ segir Benedikt.
Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57 Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54 Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Erlent Fleiri fréttir Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Sjá meira
Líklegt að fyrirvari á eldgosi verði nokkrar klukkustundir Kvikan sem er að valda landrisinu í Eldvörpum og Svartsengi er núna talin vera á þriggja til fjögurra kílómetra dýpi. Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur telur líklegt að hægt verði að vara við eldgosi með nokkurra klukkustunda fyrirvara. 29. janúar 2020 11:57
Mikilvægt að huga að flóttaleiðum út úr höfuðborginni Bergþór Ólason, þingmaður Miðflokksins og formaður samgöngunefndar Alþingis, segir nú vera tækifæri til þess að ræða flóttaleiðir út úr höfuðborginni í ljósi þeirra jarðhræringa sem eiga sér stað í Svartsengi. 29. janúar 2020 19:54
Lítil skjálftavirkni í grennd við Grindavík í nótt Lítil skjálftavirkni var í grennd við Grindavík í nótt samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands. 30. janúar 2020 07:56