Hrósaði sigri og fordæmdi Demókrata og Mitt Romney Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 19:15 Forsetinn hélt uppi forsíðu dagsins hjá Washington Post og sagði þetta einu góðu fyrirsögnina sem hann hefði fengið hjá því blaði. vísir/getty Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta. Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira
Donald Trump, Bandaríkjaforseti, var sigri hrósandi í dag þegar hann ávarpaði þjóð sína í fyrsta sinn eftir að öldungadeild Bandaríkjaþings sýknaði hann af tveimur ákærum um embættisbrot í gær. Hann fordæmdi Demókrata fyrir að hafa farið fram með ákærur á hendur honum og kallaði þá illa og spillta. Þá lýsti forsetinn gremju sinni vegna rannsóknanna sem hafa einkennt embættistíð hans og beindi spjótum sínum meðal annars að rannsókn Roberts Mueller. Það má segja að Trump hafi sveiflast á milli fögnuðar og fordæmingar í ávarpi sínu í Hvíta húsinu í dag. Hann kvartaði undan því sem hann kallaði óheiðarlega pólitík sem hafi orðið til þess að hann var ákærður. Hann fordæmdi ekki aðeins Demókrata heldur einnig Repúblikanann Mitt Romney. Hann var eini öldungadeildarþingmaður Repúblikana sem greiddi atkvæði með því að ákæra Trump og fór þannig gegn flokkslínunni. „Þetta var illgjarnt. Þetta var spillt. Þetta voru skítugar löggur, uppljóstrarar og lygarar og þetta ætti aldrei að gerast fyrir annan forseta, nokkurn tímann. Ég veit ekki hvort að aðrir forsetar hefðu þolað þetta,“ sagði Trump. Forsetinn kallaði Romney misheppnaðan forsetaframbjóðanda sem hefði notað trú sína sem hækju þegar hann tilkynnti að hann ætlaði að greiða atkvæði með því að ákæra Trump fyrir að misnota vald sitt. Romney var forsetaframbjóðandi Repúblikana árið 2012 en laut í lægra haldi fyrir Barack Obama sem var þá sitjandi forseta.
Ákæruferli þingsins gegn Trump Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Skallaði mann og dónalegur við lögregluþjóna Innlent Fleiri fréttir Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Sjá meira