„Viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 6. febrúar 2020 18:02 Rannveig Sigurðardóttir, varaseðlabankastjóri peningastefnu og Ásgeir Jónsson, seðlabankastjóri voru gestir á fundi efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Vísir/Elín Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir. Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Núna er sögulegt tækifæri til að ráðast í innviðauppbyggingu segir seðlabankastjóri. Hann segir bankann ennþá hafa svigrúm til að lækka vexti eða beita örðum stjórntækjum til að örva hagkerfið en það borgi sig ekki að nota allar byssukúlurnar í einu. Seðlabankastjóri og varaseðlabankastjóri peningastefnu voru gestir efnahags- og viðskiptanefndar í morgun. Peningastefnunefnd lækkaði meginvexti bankans í gær í því skyni að stuðla að örvun hagkerfisins. Þótt efnahagshorfur á þessu ári og næsta séu verri en fyrri spár Seðlabankans gerðu ráð fyrir er áfram gert ráð fyrir hagvexti upp á 0,8%. Enn er svigrúm til frekari lækkunar eða til að beita öðrum stjórntækjum að sögn seðlabankastjóra. „Þegar ég var ungur drengur að horfa á kúrekamyndir í gamladaga þá kunni það ekki góðri lukku að stýra að skjóta af öllum skotunum strax sem þú varst með í byssunni. Við viljum náttúrlega vinna okkur áfram, það er að segja, við viljum eiga eftir skot í byssunni þegar á þarf að halda,“ sagði Ásgeir. Í erlendum samanburði sé Ísland nokkuð vel í stakk búið til að bregðast við kólnandi hagkerfi. „Núna er að einhverju leyti sögulegt tækifæri að fara í innviðauppbyggingu. Bæði af því það er slaki í hagkerfinu og líka vextir í sögulegu lágmarki,“ segir Ásgeri. Fjármálaráðherra sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að nú sé tímabært að hefja undirbúning að sölu Íslandsbanka. Er seðlabankastjóri sammála því mati? „Það er kannski ekki mitt að meta það. Ríkissjóður hlýtur alltaf á hverjum tímapunkti að meta það hvar er best að hafa peningana. Það eru töluvert miklir fjármunir bundnir í bönkunum, væri þeim betur komið í innviðum eða í opinberum fjárfestingum eða eitthvað álíka? Það er í rauninni ákvörðun sem að ríkisstjórnin verður að taka ákvörðun um,“ svara Ásgeir.
Alþingi Efnahagsmál Seðlabankinn Tengdar fréttir Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57 Mest lesið Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Innlent Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Innlent Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Leigubílstjóri grunaður um stórfellda líkamsárás rekinn Innlent Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Erlent Fleiri fréttir „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Ekki hlutverk stjórnarandstöðunnar að halda uppi stemmingu Segir réttast að ráðherra dragi drögin í heild sinni til baka Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Þungt símtal bónda í Skagafirði Lögregla lýsir eftir Aylin Dæmi um að aðstandendur beri fíkniefni í börn á Stuðlum Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Stofna hreyfingu til undirbúnings íslenskum her Fólk hvatt til að setjast og spjalla á spjallbekknum Diljá hlustaði á Bítið með tárin í augunum Kyngreint nautasæði kemur vel út Samþykkt að kortleggja eignarhald sjávarútvegsfyrirtækja „Þýðir ekki bara að moka yfir hlutina“ Segir stöðuna á sjúkrahúsinu á Akureyri grafalvarlega „Það þarf að gera meira og hraðar“ Ekki áfellisdómur yfir kerfinu að farið sé með börn í meðferð í Suður-Afríku Snjór í Esjunni en ekki víst að hann festist Farþegi á bak og burt þegar björgunaraðilar mættu „Munum fagna þegar riðu hefur verið útrýmt á Íslandi“ „Ekki svo að allir bændur séu að kvarta“ Tvö ár liðin frá árásum Hamas og alvarlegt rútuslys á Snæfellsnesi Vilja heimili á markað en ekki uppboð við nauðungarsölu Þriðjungur telur sumarfrí grunnskólabarna of langt Óánægja með stjórnarandstöðu í hæstu hæðum Mótmæla við ríkisstjórnarfund og kalla eftir aðgerðum Á leið til Suður-Afríku með syni sína í meðferð vegna úrræðaleysis Umferð stýrt eftir að ekið var á grindverk á Austurvegi Skorið á hjólbarða og spreyjað á bifreiðar Búningsklefar minna á fatagám: „Þetta mun aldrei breytast, því miður“ Sjá meira
Seðlabankinn fylgist með áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á hagkerfið Ekki er gert ráð fyrir áhrifum Wuhan-kórónaveirunnar á efnahagslífið í nýjustu spám Seðlabanka Íslands að sögn seðlabankastjóra. 6. febrúar 2020 12:57