Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í Strassborg í dag Atli Ísleifsson skrifar 5. febrúar 2020 08:05 Húsnæði Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í austanverðu Frakklandi. Getty Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan. Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Málflutningur í Landsréttarmálinu hefst í yfirdeild Mannréttindadómstóls Evrópu í Strassborg í Frakklandi klukkan 8:15 að íslenskum tíma. Mannréttindadómstóllinn ákvað í september síðastliðinn að taka beiðni Íslands um endurskoðun á niðurstöðu dómstólsins í máli Guðmundar A. Ástráðssonar gegn Íslandi, frá 12. mars síðastliðinn til meðferðar í yfirdeild dómstólsins. Höfðu íslensk stjórnvöld óskað eftir að dómurinn yrði tekinn til endurskoðunar þar sem málið teldist óvenjulegt og vekti upp veigamiklar spurningar um túlkun og framkvæmd mannréttindasáttmála Evrópu. Dómstóllinn komst á sínum tíma að þeirri niðurstöðu að dómaraskipan í Landsrétti hefði brotið gegn 6. grein Mannréttindasáttmála Evrópu þar sem kveðið er á um rétt einstaklinga til réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi.. Sigríður Á. Andersen sagði af sér embætti dómsmálaráðherra á síðasta ári.Vísir/Vilhelm Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi dómsmálaráðherra, er nú stödd í Strassborg þar sem nú mun fylgjast með málinu en hún sagði af sér embætti eftir að dómstóllinn kvað upp sinn dóm. Dómstóllinn hefur skipað sautján dómara til að dæma í málinu og er Róbert Spanó í hópi þeirra. Reiknað er með að það gæti tekið yfirdeildina tólf til átján mánuði að komast að niðurstöðu í málinu. Fanney Rós Þorsteinsdóttir, settur ríkislögmaður, og breski lögmaðurinn Timothy Otty skipta málflutningnum með sér fyrir hönd íslenska ríkisins. Rætt var við Sigríði í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Hún sagði að hún væri enn á þeirri skoðun, og hefði verið lengi, að endurskoða þyrfti ferli við skipan dómara á Íslandi. Það breyti því ekki að ferlið við skipan landsréttardómara væri það gagnsæjasta sem nokkurn tímann hefði verið viðhaft við slíka skipan. Þá kvaðst hún hafa stigið til hliðar úr embætti dómsmálaráðherra svo að friður yrði um þá ákvörðun hvort óska ætti eftir umfjöllun yfirdeildar Mannréttindadómstólsins. Viðtalið við Sigríði má hlusta á í spilaranum hér að neðan.
Dómsmál Dómstólar Íslendingar erlendis Landsréttarmálið Mest lesið Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Erlent Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Erlent „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Innlent Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Erlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira