Skóflustunga tekin að mestu framkvæmdum Alþingis í 140 ár Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 16:51 Nýju viðbyggingu Alþingis er ætlað að líta svona út. Studio granda arkitektar Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna. Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Fyrsta skóflustungan að nýbyggingu Alþingis var tekin í dag, sem markar mestu framkvæmd á vegum Alþingis í 140 ár. Byggingin verður 6000 fermetrar og mun koma til með að hýsa skrifstofur fyrir þingmenn, aðstöðu fyrir þingflokka, fundaherbergi nefnda og vinnuaðstöðu starfsmanna þeirra, auk funda og ráðstefnuaðstöðu. Byggingin verður tengd flestum byggingum Alþingis og verður þannig innangengt til Skála og þinghússins sjálfs auk húsalengjunnar við Kirkjustræti. Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, og Ragna Árnadóttir skrifstofustjóri tóku fyrstu skóflustunguna. Fram kom í máli Steingríms við þetta tilefni að kostnaðaráætlun fyrir bygginguna sjálfa hljóði upp á 4,4 milljarða króna að viðbættum verðbótum á byggingartíma. Byggingunni er þó ætlað að draga úr leigukostnaði til lengri tíma litið - „því leiga á fjölmörgum stöðum hér í Kvosinni á mishentugu húsnæði er óhentugt og dýrt úrræði,“ eins og Steingrímur komst að orði. „Mest um vert er þó að hér verða skapaðar nútímalegar og fyrsta flokks vinnuaðstæður fyrir þingmenn og ekki síður starfsfólk Alþingis. Hér verða góðar aðstæður til að taka á móti gestum sem til Alþingis og þingnefnda koma og Alþingi verður mun betur í stakk búið til að halda ýmis konar fundi og minni ráðstefnur,“ sagði forseti Alþingis aukinheldur. Framkvæmdin væri sú stærsta á vegum Alþingis í 140 ár, að sögn Steingríms, sem vísar þar til byggingu sjálfs Alþingishússins á árunum 1880–1881. Eftir að nýbyggingin hefur risið geta þingmenn gengið innandyra á milli skrifstofa og allra fundarherbergja og þingsalar.studio granda arkitektar Tveir fyrstu verkþættirnir, jarðvegsvinna og steinklæðingin utan á byggingunni, eru þegar umsamdir. Útboð fyrir bygginguna sjálfa verður auglýst í vor og uppsteypa hefst í haust. Sigmundur hafnar steinsteypuvæðingu Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Miðflokksins, birti pistil á vefsíðu sinni í dag af þessu tilefni. Þar rekur Sigmundur það sem hann telur steinsteypuvæðingu miðborgarinnar, á kostnað eldri borgarmyndar. Þar að auki telur hann nýju viðbygginguna vera kalda og hráa. „Þrátt fyrir að Alþingishúsið hafi verið miðpunktur deilna um allt mögulegt í um 140 ár ber flestum saman um að andinn í húsinu sé góður. Það helgast ekki hvað síst hinni hlýlegu hönnun þess. Þannig eiga þinghús að vera, til þess fallin að lyfta andanum og auka vellíðan og bjartsýni,“ skrifar Sigmundur og bætir við: „Með þessari framkvæmd er Alþingi að kasta á glæ einstöku tækifæri til að auka við það sem gerir gamla bæinn í höfuðborg Íslands sérstakan. [...] Alþingi leggur nú sitt af mörkum við að tískuborgarvæða gamla miðbæinn og tekur þátt í þeirri eyðileggingu sem einkennt hefur skipulagsstefnu undanfarinna ára.“ Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 frá því desember 2017 um bygginguna.
Alþingi Reykjavík Tengdar fréttir Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58 Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Sex þúsund fermetra nýbygging Alþingis rís á kjörtímabilinu Kostar þrjá milljarða og Alþingi sagt spara hátt í tvö hundruð milljónir króna á ári í húsaleigu. 21. desember 2017 18:58