Hataði launin sín af öllu hjarta Stefán Ó. Jónsson skrifar 4. febrúar 2020 13:45 Eflingarfólk gekk frá Iðnó yfir í Ráðhús Reykjavíkur klukkan 14. Fyrir göngunni fór formaður Eflingar, Sólveig Anna Jónsdóttir. vísir/emb Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“ Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Húsfyllir er nú í Iðnó þar sem Eflingarfólk kemur saman á baráttufundi. Um 1850 félagsmenn Eflingar, sem starfa hjá Reykjavíkurborg, lögðu niður störf klukkan 12:30 og stendur vinnustöðvun þeirra yfir til miðnættis. Hún hefur þegar haft töluverð áhrif á velferðarþjónustu, sorphirðu og leikskóla borgarinnar. Til að mynda þurftu foreldrar 3500 barna að sækja þau á leikskólann þegar verkfallið hófst í hádeginu. Eftir að hafa lagt niður störf flykktist Eflingarfólk í Iðnó þar sem baráttufundurinn hófst klukkan 13:00. Sólveig Anna Jónsdóttir tók þar fyrst til máls og lýsti reynslu sinni af því að hafa unnið á leikskóla í áratug. Hún sagðist hafa elskað vinnuna og börnin sem hún sinnti um leið og hún hataði launin sín. „Ég hataði þau af öllu hjarta,“ sagði Sólveig Anna og uppskar hávær fagnaðarlæti. „Um hver einustu mánaðamót þegar ég fékk útborgað, þá upplifði ég það sem persónulega mógðun við mig. Ég vissi að ég hafði gert allt sem átti að gera og miklu meira til, ég vissi að konurnar við hliðina á mér höfðu gert það sem þær áttu að gera og miklu meira til en við áttum samt aldrei krónu með gati,“ sagði Sólveig Anna. Sólveig Anna ræðir við fjöldann í Ráðhúsinu.vísir/emb Lærði að hata kerfið „Við gátum aldrei lagt fyrir. Við gátum aldrei farið og gert eitthvað fyrir okkur sjálfar. Við vorum alltaf með skugga fjárhagsáhyggna hangandi yfir okkur á hverjum einasta degi. Í ölllum þeim fríum, í öllu því sem við gerðum með börnunum okkar, við vorum aldrei frjálsar undan fjárhagsáhyggjum.“ Fyrir vikið segist Sólveig Anna hafa lært að „hata þetta kerfi“ og það virðingarleysi sem fólst í laununum hennar. „En nú erum við komin saman á þessum ótrúlega degi, á ótrúlegri stundu, eftir að hafa gert margt sögulegt,“ sagði Sólveig og vísaði þar til m.a. til verkfallsboðunarinnar sem samþykkt var með næstum 96 prósentum atkvæða. „Til hamingju með það, kæru félagar,“ sagði Sólveig og aftur brutust út fagnaðarlæti. „Það er ekki vegna þess að við vöknum á morgnanna og erum eitthvað klikkuð. Það er ekki vegna þess að við förum að sofa á kvöldin óskandi þess að við getum valdið sem mestu uppnámi. Heldur er það vegna þess að við vitum að máttugasta vopnið okkar er samstaðan og leiðin sem við höfum til þess að fá alla í þessari borg til þess að horfast í augu við grundvallarmikilvægi okkar er að taka hendurnar okkar og stinga þeim í vasann,“ sagði Sólveig. „Ég dey pínku af gleði yfir því að fá að standa hérna með ykkur og ég ætla að þakka ykkur öllum fyrir að vera hér í dag.“
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Tengdar fréttir Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19 Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44 Mest lesið Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Innlent Einhliða vopnahlé Rússa hafið Erlent „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Fleiri fréttir Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Sjá meira
Helmingur leikskólabarna sóttur í hádeginu Gera má ráð fyrir þungri umferð við leikskóla borgarinnar þegar verkfall Eflingarfólks hefst í hádeginu. 4. febrúar 2020 11:19
Segir tilboð borgarinnar verra en lífskjarasamninginn Formaður Eflingar segir aðgerðir félagsins sem hefjast í Reykjavík í dag eigi að þrýsta á að lægst launaða fólkið í samfélaginu fái leiðréttingu upp á 50 þúsund krónur á samningstímanum umfram lífskjarasamningana. 4. febrúar 2020 11:44