Líkir jarðhræringunum við Grindavík við það að troða bók í miðjan bókastafla Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 3. febrúar 2020 10:58 Frá Reykjanesi. Vísir/Vilhelm Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“ Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Töluverð jarðskjálftavirkni hefur verið við Grindavík síðustu daga og er kvikuinnskot talin líklegasta skýringin á jarðhræringunum. Jarðeðlisfræðingur líkir innskotinu og áhrifum af því við það að troða bók í miðjan bókastafla. Í heildina hefur land risið yfir fjóra sentimetra frá 20. janúar síðastliðinn. Líklegasta skýring þessarar virkni er kvikuinnskot á 3-9 kílómetra dýpi rétt vestan við Þorbjörn. Jarðeðlisfræðingurinn Magnús Tumi Guðmundsson ræddi um stöðu mála á svæðinu í Bítinu í morgun, þar sem hann greip til nokkuð frumlegrar skýringar til þess að útskýra áhrif kvikuinnskotsins. „Þessi kvika, hún er að mynda gang eða treður sér, ef við segjum að þetta sé bókastafli, þá sé verið að troða þunnri bók inn í staflann, þetta eru kannski 20 bækur og það sé verið að troða þessu inn á milli tíundu og elleftu bókar,“ sagði Magnús Tumi. Ummerkin um þetta komi svo fram með landrisi og jarðskjálftum. „Við á yfirborðinu sjáum að staflinn lyftist aðeins. Það er svona nokkurn veginn það sem er að gerast núna. Svo þegar þessi bók er komin í staflann þá mun hún ekki fara neitt,“ sagði Magnús Tumi.Öflug skjálftahrina varð á föstudaginn nærri Grindavík, sá stærsti 4,3 að stærð. Upptök þeirra voru fjórum til fimm kílómetrum norðnorðaustur af Grindavík. Skjálftarnir fundust vel á Reykjanesinu. „Skjálftarnir eru afleiðing því sem er að gerast. Það er landrisið sem er aðalatriðið og veldur spennu þannig að það hrökkva sprungur og misgengi sem eru aðallega austan og norðaustan við Grindavík sem er ekki nákvæmlega sami staður og er að rísa. Þar eru brot í jarðskorpunni sem eru orðin spenntari og þess vegna verða skjálftarnir þar,“ sagði Magnús Tumi. Þá sagði hann að ef horft væri til næstu 100 til 200 ára væru verulegar líkur á eldgosi á svæðinu en mikið þurfi að gerast til þess að þær jarðhræringar sem nú eru í gangi leiði til eldgoss. „Enn sem komið er þetta ekkert komið á þann stað. Það þarf eitthvað töluvert meira að gerast áður en menn fara að hallast að því að það sé líklegast að þetta endi með gos.“
Bítið Eldgos og jarðhræringar Grindavík Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53 „Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00 Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01 Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15 Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09 Mest lesið Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Erlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Sæti Artúrs logar Erlent Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Innlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Innlent Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið Innlent Fleiri fréttir Virkjanir í Skagafirði úr vernd í bið en Urriðafoss í nýtingu Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Nýtt skilti komið upp og rauða ljósið mun loga oftar Tíu metra djúp hola í ísnum á vinsælli gönguleið „Eins og það væri verið að segja mér að ég ætti tvo mánuði eftir ólifað“ Tveir á sjúkrahús eftir rafskútuslys Missir mikilvægrar meðferðar, óánægja í Ísrael og sundkappinn sem tefst Leiðtogar Norðurlanda og Eystrasaltsins: Engin friður án aðkomu Úkraínu“ Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Sjá meira
Náðu óvart myndbandi af skjálftanum í Grindavík: „Það var pínu power í þessu“ Facebook-síðan Live Darts Iceland birti í gærkvöldi myndband sem er klippt út úr beinu streymi síðunnar og sýnir þegar jarðskjálfti af stærðinni 4,3 skók Grindavík stuttlega í gær. 1. febrúar 2020 13:53
„Það var eins og trukkur hefði keyrt á húsið okkar“ Íbúum í Grindavík var verulega brugðið þegar stórir skjálftar riðu yfir í gærkvöldi. Síðasta sólarhring hafa meira en 700 jarðskjálftar mælst í grennd við bæinn, sá öflugasti 4,3 að stærð. Talið er að skjálftarnir séu afleiðingar landriss en ekki merki um gosóróa. 1. febrúar 2020 19:00
Fremur rólegt á skjálftasvæðunum við Grindavík í nótt Frá miðnætti mældust um sex skjálftar á svæðinu. 3. febrúar 2020 07:01
Telur innskot kviku líklegra en eldgos á Reykjanesskaga Haraldur Sigurðsson eldfjallafræðingur, einn kunnasti jarðvísindamaður Íslendinga, bendir á háa eðlisþyngd kvikunnar og að kvikuinnskot séu algengari en eldgos. 2. febrúar 2020 11:15
Um fjörutíu skjálftar frá miðnætti Jarðskjálftavirkni hefur áfram mælst í grennd við Grindavík, frá miðnætti hafa mælst um fjörutíu skjálftar á svæðinu, flestir undir 2 að stærð. 3. febrúar 2020 10:09