Níu fluttir á sjúkrahús eftir að nokkrir bílar lentu saman í Melasveit Jóhann K. Jóhannsson skrifar 19. febrúar 2020 20:33 Þrír sjúkrabílar með níu manns úr slysinu eru komnir á sjúkrahúsið á Akranesi þar sem fólkið er til skoðunar. Mynd/Aðsend Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi. Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira
Hópslysaáætlun á Vesturlandi hefur verið virkjuð eftir að nokkrir bílar lentu saman á Vesturlandsvegi við Geldingaá í Melasveit á milli Borgarness og Akraness, sunnan við Hafnarfjall, nú á níunda tímanum. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu eiga þrettán manns hlut að máli og ekki hafa fengist upplýsingar um hve alvarleg meiðsli þeirra eru. Rögnvaldur Ólafsson, aðalvarstjóri hjá almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra, staðfestir að slysið hafi átt sér stað, að þrír til fjórir bílar hafi lent saman, og að hópslysaáætlun á Vesturlandi hafi verið virkjuð. Viðbragðsaðilar séu nýkomnir á staðinn og verið sé að reyna ná utan um aðstæður á vettvangi. Rögnvaldur segir afleitt veður á vettvangi, hríðarveður og lítið skyggni. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur Vesturlandsvegi á þessum slóðum verið lokað vegna slyssins. Uppfært kl. 20.55Fjórir fólksbílar lentu saman á Vesturlandsvegi í Melasveit. Gísli Björnsson, yfirmaður sjúkraflutninga á Vesturlandi segir í samtali við fréttastofu að áreksturinn hafi verið ansi harður en til allrar mildi hafi enginn slasast alvarlega. Til að mynda hafi ekki þurft að beita klippum til að ná fólki út úr bílunum. Þrír sjúkrabílar frá Akranesi og einn frá Borgarnesi voru sendir á vettvang auk lögreglu. Gísli segir að þrettán manns hafi verið í bílunum fjórum þar af fjögur börn. Níu hafi verið fluttir með sjúkrabílum til skoðunar á sjúkrahúsinu á Akranesi en hinir fjórir, sem reyndust óslasaðir, þáðu far með sjúkrabíl í Borgarnes. Gísli segir að veðrið á vettvangi hafi verið leiðinlegt. Hríðarbylur. Lögregla hefur tildrög slyssins til rannsóknar. Uppfært klukkan 21:39 Lögreglan á Vesturlandi sendi frá sér yfirlýsingu á Facebook þar sem hún staðfesti að fjögurra bíla árekstur hefði orðið í Melasveit við Geldingaá. Þrettán hafi verið í bílunum og þar af þrjú börn. Mikil hálka hafi verið á slysstað og skyggni lélegt. Meiðsli hafi verið minniháttar. Níu hafi verið fluttir til skoðunar á sjúkrahúsið á Akranesi.
Akranes Borgarbyggð Lögreglumál Samgönguslys Sjúkraflutningar Slökkvilið Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Neitað um lausn gegn tryggingu Erlent Fleiri fréttir Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Sjá meira