„Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun“ Birgir Olgeirsson skrifar 18. febrúar 2020 18:45 Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg. Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira
Efling gerði í dag Reykjavíkurborg tilboð í von um að leysa kjaradeiluna sem hefur raskað starfsemi borgarinnar verulega. Á meðan gengu verkfallsverðir um bæinn og skólastjórar í þrif. Sáttasemjari segir viðsemjendur hafa þokast nær hvor öðrum. Ellefu dögum frá síðasta fundi gengu samninganefndir Eflingar og Reykjavíkurborgar til fundar hjá sáttasemjara í morgun. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari, segir að boðað hafi verið til fundar í dag vegna framlags Eflingar sem aðilar deilunnar vildu ræða með sáttasemjara. „Vitaskuld er strax við því brugðist,“ segir Helga. Hún vill ekki tjá sig um innihald tilboðsins. Helga Jónsdóttir, settur ríkissáttasemjari. Vísir/Vilhelm „Þú færð ekki orð upp úr mér með það. Það er trúnaðarmál sem gerist á fundum ríkissáttasemjara.“ Spurð hvers vegna ekki hefur verið fundað í langan tíma svarar Helga að fundir séu ákveðnir út frá mati sáttasemjara og hvort hann telji gagnlegt að hittast. Því var ekki fundað fyrr en í morgun. Næsti fundur hjá sáttasemjara verður klukkan 10 í fyrramálið. Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, neitaði einnig að tjá sig um innihald þess tilboðs Eflingar. „Ég kýs að tjá mig ekkert sérstaklega um það sem við lögðum fram. Það verður fundað aftur á morgun og við skulum sjá hverju ég er tilbúin að segja.“ Spurð hvort þetta sé grundvallarbreyting á tilboði Eflingar svarar Sólveig: „Ég ætla ekki á þessum tímapunkti að ræða það nánar og ætlast til þess að viðsemjendur virði trúnað um það sem var rætt á þessum fundi.“ Sólveig Anna JónsdóttirVísir/Vilhelm Á meðan samninganefndir báru saman bækur sínar í dag gengu verkfallsverðir Eflingar um borgina. Þeir litu við á leikskólanum Drafnarsteini við Seljaveg. Tæp 120 börn eru á þeim leikskóla að jafnaði en vegna verkfallsaðgerða voru þau aðeins tólf í dag þegar litið var þar við í dag. Drafnarsteinn er einn þeirra leikskóla sem reiðir sig á Eflingarfólk við ræstingu. „Mögulega þarf ég að loka leikskólanum á einhverjum tímapunkti vegna þess að ekki er hægt að ræsta. Ég er skólastjórinn og má ganga í störf ræstingarfólks og ætla að gera það þessa viku. Mér líður pínu eins og ég sé að ganga í störf Eflingarmanneskju,“ segir Halldóra. „En skólastjórar mega ganga í þessi störf. Þessi vika verður leyst svo leggst ég undir felld næstu helgi til að athuga hvernig framhaldið verður. En vonandi verður búið að semja,“ segir Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri Drafnarsteins. Halldóra Guðmundsdóttir, leikskólastjóri DrafnarsteinsVísir/Baldur Guðbjörg María Jósepsdóttir vinnur á leikskólanum Gullborg og er að læra að verða leikskólaliði. Hún sinnti verkfallsvörslu fyrir Eflingu í dag. „Það var tilkynning um eitthvað grátt svæði en nei það voru engin sjáanleg brot í dag. Það var bara hlýlega tekið á móti okkur.“ Hún segist ekki sætta sig við eitthvað minna en það sem Efling hefur gert kröfu um. Guðbjörg María Jósepsdóttir, verkfallsvörður Eflingar.Vísir/Baldur „Ég vona að það sem er farið fram á verður samþykkt. Þetta skammarlega lágt sem við fáum, miðað við ábyrgðina sem við höfum. “ Hún segist hissa hvernig stjórnendur borgarinnar taka í kröfur Eflingar. „Ég væri til í að sjá þau vinna þessa vinnu og fá þessi laun. Þegar maður kemur heim er maður alveg búinn og gefur allt í vinnuna. Maður rotast eftir daginn og svo á maður engan pening. En þetta er dásamleg vinna,“ segir Guðbjörg.
Kjaramál Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Fleiri fréttir Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn geti starfað til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Sjá meira