Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 13:25 Harpa Ólafsdóttir starfaði hjá Eflingu í fimmtán ár á sviði kjaramála. Nú stýrir hún kjaraviðræðum við Eflingu fyrir hönd borgarinnar. Vísir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Erlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Innlent Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Misstu aðra herþotu í sjóinn Erlent Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Erlent Fleiri fréttir Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Skorað á Ísraela og átök hafin milli Indlands og Pakistans Ekki hægt að renna sér í Lágafellslaug næstu vikuna Rekstur Reykjanesbæjar fram úr vonum vegna hærri útsvarstekna Veiðigjöldin enn rædd en þó ekki á dagskrá í dag Sex evrópskir utanríkisráðherrar skora á Ísrael Stútur á 106 þar sem hámarkshraði var sextíu Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Sjá meira