Segist í engum hefndarhug og aðeins reyna að vinna vinnuna sína Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. febrúar 2020 13:25 Harpa Ólafsdóttir starfaði hjá Eflingu í fimmtán ár á sviði kjaramála. Nú stýrir hún kjaraviðræðum við Eflingu fyrir hönd borgarinnar. Vísir Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun. Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira
Harpa Ólafsdóttir, formaður samninganefndar Reykjavíkurborgar í kjaraviðræðum borgarinnar við Eflingu, segist lítið geta gert í yfirlýsingum Gunnars Smára Egilssonar, framkvæmdastjóra Sósíalistaflokksins. Gunnar Smári var liðsmaður Sólveigar Önnu Jónsdóttur þegar hún náði kjöri sem formaður Eflingar vorið 2018. Formannsskiptin hjá Eflingu fóru fram hjá fæstum. Hörð átök urðu á skrifstofu Eflingar, starfsfólk fór í veikindaleyfi og enn standa yfir deilur vegna krafna fyrrverandi starfsfólks. Meðal starfsfólks sem yfirgaf Eflingu við þessi tímamót var Harpa sem var í júní 2018 ráðin deildarstjóri kjaradeildar á fjármálaskrifstofu Reykjavíkurborgar. Gunnar Smári Egilsson, er afar gagnrýninn á borgina í viðræðum við Eflingu.visir/vilhelm Gunnar Smári tjáir sig í Facebook-hópnum Stéttabaráttan en tilefnið var fyrirhugaður langþráður fundur samninganefnda Reykjavíkurborgar og Eflingar í morgun. „Ætli borgin mæti á fundinn tómhent? Haldi áfram hernaði sínum gagnvart fátækasta fólkinu í borginni? Og ætli fyrrum starfsmaður Eflingar, sem hætti vegna ónægju með kjör félagsmanna á nýri forystu, leiði áfram viðræðurnar fyrir hönd okkar borgarbúa? Hvað er það?“ segir Gunnar Smári og beinir sjónum sínum að Hörpu. „Harpa Ólafsdóttir hefur ekki aðeins leitt þessar viðræður inn í blindstræti og verkföll heldur hefur augljóslega sannfært grey fólkið í meirihlutanum um að forysta Eflingar sé vandamálið, ekki kröfur félagsmanna.“ Það hafi mátt heyra á mæli Dags B. Eggertsson borgarstjóra. „...sem er byrjaður að bresta í lofræður um Sigurð Bessason, fyrrum formann Eflingar og yfirmann Hörpu, og dásama starf hans fyrir verkalýðinn (sem merkir þá á að núverandi forysta starfi ekki fyrir verkalýðinn).“ Alls ekki í hefnarhug Fólkið í meirihlutanum hafi margsannað að það sé ekki í standi til að reka jafn stóra einingu og Reykjavíkurborg er. „Framkvæmdir fara langt fram úr áætlunum, eftirlit er ekkert, samningar ekki frágengnir og einelti og bunker mentality grasserar í Ráðhúsinu. Það er skipa Hörpu formann samninganefndar sýnir sama dómgreindarleysið, að láta konu í hefndarhug leiða viðræður við láglaunafólkið. Eins og það hafa þurft að flækja málin!“ Gunnar Smári skrifar erindi sitt í Facebook-hópinn Stéttabaráttan. Harpa hafði ekki heyrt af ummælum Gunnars Smára þegar blaðamaður náði stuttlega af henni tali. „Ég er einhvern veginn alveg á fullu að reyna að vinna vinnuna mína,“ segir Harpa. Aðspurð hvort hún sé í hefndarhug er hún fljót og afdráttarlaus til svars og má greina að henni finnist spurningin kjánaleg. „Nei nei nei,“ segir Harpa. Hún geti lítið brugðist við orðum Gunnars Smára. Tjáningarfrelsið sé fyrir hendi og hann verði að fá að segja sína skoðun.
Kjaramál Verkföll 2020 Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Innlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Fleiri fréttir Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegast að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Sjá meira