„Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 15. febrúar 2020 21:15 Vösk sveit flugvirkjanema dvelur nú á Akureyri ásamt kennurum. Vísir/Tryggvi Páll Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“ Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Vösk sveit flugvirkjanema hefur að undanförnu stundað nám sitt á Flugsafni Íslands á Akureyri. Það er gullnáma að komast í flugvélarnar sem þar eru að sögn fagstjóra námsins. 26 nemendur í flugvirkjanámi Tækniskólans hafa dvalið á Akureyri frá því í janúar ásamt kennurum á flugsafninu á Akureyri. Þar fá nemendurnir næði til að kafa ofan í flugvélarnar sem eru á safninu. „Þau eru í ýmsum verkefnum, taka í sundur, setja saman, skipta um íhluti, bilanaleit og ýmsum skoðunum sem fylgir daglegri vinnu hjá flugvirkjum,“ segir Pétur Kristinn Pétursson, fagstjóri flugvirkjanáms Tækniskólans.Það er ekkert hlaupið að því að komast í svona aðstöðu í náminu dags daglega?„Nei, alls ekki. Þetta er algjör gullnáma fyrir okkur og umtalað til dæmis í Bretlandi, hjá flugmálastjórn þar, hvað þetta sé gott og hentugt.“ Þristurinn fornfrægi Páll Sveinsson er á meðal þeirra flugvéla sem njóta góðs af veru flugvirkjanemanna sem vanið hafa komu sína á flugsafnið í janúar og febrúar frá árinu 2013, safnstjóranum til mikillar gleði yfir myrkustu mánuði ársins „Þau auðvitað fylla safnið lífi og aðstoða okkur við ýmis verk þannig að það er afsakplega kærkomið að fá þau,“ segir Steinunn María Sveinsdóttir, safnstjóri Flugsafns Íslands. Það er í mörg horn að lítaVísir/Tryggvi Páll Og nemendurnir gera meira en að fikta í flugvélunum. „Hér eru auðvitað ekki margar hendur til að vinna ýmis verk dags daglega þannig að þetta léttir undir að fá þessa vösku sveit. Þau hafa aðstoðað mig við að leiðsegja skólahópum þannig að þau miðla sinni þekkingu áfram til yngri skólahópa,“ segir Steinunn. Hún vonar að námið á Flugsafninu muni gagnast flugvirkjanemunum vel í framtíðinni. „Þau eru hérna í átta vikur og fara vonandi héðan með góðar minningar, meiri víðsýni. Þau sjá að hér er öflugur flugrekstur á Akureyri líka þannig að þetta er ekki bara einskorðað við Keflavík.“
Akureyri Fréttir af flugi Söfn Tengdar fréttir Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37 Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30 Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58 Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Síðari umferð þristaveislu hafin á Reykjavíkurflugvelli Stríðsþristarnir streyma nú til Reykjavíkur, hver af öðrum, eftir þátttöku í minningarathöfnum vegna innrásarinnar í Normandí fyrir 75 árum. "Betsy's Biscuit Bomber“ lenti í kvöld. 20. júní 2019 21:37
Gerir við flugsöguna í bílskúrnum heima Nef DC-6 flugvélar sem stendur við Flugsafn Íslands á Akureyri hefur gengið í endurnýjun lífdaga undanfarna mánuði. Stjórnarformaður safnsins vinnur nú hörðum höndum að því að koma nefinu og stjórnklefanum í upprunalegt ho 27. október 2018 19:30
Steinunn María Sveinsdóttir nýr safnstjóri Flugsafns Íslands Steinunn María Sveinsdóttir, sagnfræðingur, hóf störf sem safnstjóri Flugsafns Íslands í gær, föstudag. 2. nóvember 2019 07:58