Mokveiði og þorskur út um allt í byrjun vetrarvertíðar Kristján Már Unnarsson skrifar 13. febrúar 2020 21:15 Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK, við löndun í Grindavíkurhöfn í morgun. Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira
Það er mokveiði og þorskur út um allt, segir skipstjórinn á litlum línubát sem landaði yfir tuttugu tonnum í Grindavíkurhöfn í morgun eftir sólarhring á sjó. Púlsinn var tekinn á Suðurnesjamönnum við upphaf vetrarvertíðar í fréttum Stöðvar 2. Þeir eru fjórir í áhöfn línubátsins Vésteins GK, sem Einhamar í Grindavík gerir út, sem komu að landi í morgun með sextíu kör, stútfull af fiski. Aflann höfðu þeir fengið á sandbotni við Vestmannaeyjar, en þar komu þeir við í fyrrinótt á leið sinni frá Austfjörðum. Skipstjórinn, Kristján Ásgeirsson, segir þá gera út frá Stöðvarfirði megnið af árinu en þeir flytji sig vestur til Grindavíkur yfir vertíðina. Þeir hafi svo komið við á leiðinni í Vestmannaeyjum til að taka olíu, en línuna lögðu þeir út við Eyjar. „Fengum alveg rótarafla. Kjaftfylltum bátinn. Þetta eru eitthvað rúm tuttugu tonn,“ segir Kristján. Þorskur var í 47 körum af 60 í afla Vésteins GK.Stöð 2/Ólafur Ásgeir Jónsson. Trukkurinn á bryggjunni var í sinni þriðju ferð að flytja aflann, og ekki allt komið enn, en afli þessa þrjátíu tonna báts var á leið í vinnslu Einhamars og síðan áfram í flug til útlanda. „Það er að fyllast allt af þorski hérna.“ -Þannig að núna er vetrarvertíðin að hefjast? „Já, maður hefur heyrt bara, - að það er rótarafli í Sandgerði og Faxaflóanum og alveg austur fyrir Eyjar. Þannig að það er þorskur út um allt.“ -Þannig að það er gaman að lifa núna? „Já. Það er gaman. Og líka fyrir austan. Það er mokveiði fyrir austan líka. Það er bara nóg til af þorski í sjónum,“ segir Kristján Ásgeirsson, skipstjóri á Vésteini GK. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Fjarðabyggð Grindavík Sjávarútvegur Vestmannaeyjar Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Innlent Fleiri fréttir Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sjá meira