Íbúar hjúkrunarheimilis komast ekki í bað vegna verkfallsins Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. febrúar 2020 21:30 Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð hefur áhyggjur af áhrifum verkfallsins á íbúa heimilisins. Vísir/Frikki Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét. Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Íbúar á hjúkrunarheimilum borgarinnar hafa margir hverjir ekki komist í bað á meðan á verkfalli Eflingar hefur staðið og ekki hefur verið skipt um á rúmum þeirra. Forstöðukona eins af heimilunum segir að slíkt gangi ekki til lengdar. Á hjúkrunarheimilinu Seljahlíð í Reykjavík búa 68 manns og finna íbúarnir vel fyrir verkfallinu. Ríflega helmingur starfsmanna heimilisins er í stéttarfélaginu Eflingu og í verkfalli. „Hér er nú svo knöpp mönnun eftir því sem daggjöldin leyfa okkur að okkur munar um hvern einasta mann. Fólk fær lyfin sín, fólk fær að borða, við hjálpum fólki á fætur og það fer í félagsstarf og því um líkt en það er ekkert svona að halda heimilinu hreinu, að halda íbúðunum huggulegum, taka pappír, þvott, þvo af fólki, böðin, allt þetta fellur niður,“ segir Margrét Árdís Ósvaldsdóttir forstöðukona hjúkrunarheimilisins Seljahlíð. Margrét er sú eina sem má ganga í störf starfsmanna í verkfalli en hún hefur meðal annars skúrað gólf og gengið næturvaktir til að láta allt ganga upp á heimilinu síðustu daga. Enginn fundur hefur verið í kjaradeilu Eflingar og Reykjavíkurborgar síðan í síðustu viku og enginn fundur hefur verið boðaður. Þetta veldur Margréti ásamt fleirum áhyggjum. „Það er alveg agalegt að það skuli ekki vera fundað í deilunni. Þetta er mjög stinnt allt saman,“ segir Margrét. Margrét segir ljóst að ef að ótímabundnu verkfalli verður á mánudaginn komi það til með bitna illa á íbúum Seljahlíðar og aðstandendum þeirra. „Það þyngist verulega róðurinn. Við komum örugglega til með að sleppa þrifum í þjónustuíbúðunum. Það lendir þá á aðstandendum,“ segir Margrét og að aðstandendur komi væntanlega til með að þurfa að þvo þvott fyrir íbúa. Hún leggur áherslu á að dragist verkfallsaðgerðirnar á langinn komi það til með að hafa miki áhrif á alla. „Við sinnum þessum lágmarksþörfum fólks og það gengur ekkert til lengri tíma,“ segir Margrét.
Reykjavík Verkföll 2020 Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Viðskipti innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Erlent Fleiri fréttir Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira